Kjaramál

Fréttamynd

Harmar viðræðuslit

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum.

Innlent
Fréttamynd

Mat hugmyndir SA bæði óaðgengilegar og óásættanlegar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndir samninganefndar Samtaka atvinnulífsins hvernig ná mætti skammtímasamningi í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði hafi verið algjörlega óásættanlegar. Þá hafi orð fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær ekki hjálpað til.

Innlent
Fréttamynd

VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi

VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR.

Innlent
Fréttamynd

Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra

Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Te­ne­ferðir seðla­banka­stjóra og hamsturinn ég

Heildarskuldir mínar og litla fyrirtækisins míns sem ég rek voru 24 milljónir árið 2007. Ég væri skuldlaus maður í dag ef ekki hefði komið til hrunsins árið 2008 og enduðu skuldir mínar í 45 milljónum haustið 2008. En skítt með það.

Skoðun
Fréttamynd

Ábyrgð Seðlabanka eða ríkisstjórnar?

Vaxtahækkun Seðlabankans á miðvikudag er enn einn vitnisburðurinn um að ríkisstjórninni hefur mistekist að beita tækjum ríkisfjármálanna til að sporna gegn þenslu. En það sem er kannski alvarlegra er algjört sinnuleysi stjórnarmeirihlutans gagnvart því verkefni að verja viðkvæma hópa fyrir verðbólgu og hækkandi húsnæðiskostnaði, tryggja að auknar byrðar dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­hald kjara­við­ræðna ræðst í Karp­húsinu í dag

Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Allir sjái að mikið sé undir

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum að­eins að vakna,“ segir fjár­mála­ráð­herra sem styður Seðla­bankann

Seðlabankastjóri svaraði fast fyrir þá gagnrýni sem hann hefur fengið frá aðilum vinnumarkaðarins vegna hækkunar vaxta á Peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun og sagði að það skipti ekki neinu „að lemja á“ Seðlabankanum fyrir að framfylgja lögbundnu hlutverki sínu. Fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann styddi ákvörðun Seðlabankans. „Raunverulega vandamálið“ sagði hann vera vinnumarkaðinn og benti á að það væri enginn samhljómur í kröfugerð helstu stéttarfélaganna.

Innherji
Fréttamynd

Staðan í kjara­við­ræðum brot­hætt

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­bankinn og eina verk­færið

Nú er ég ekki hagfræðingur, bara einn af þeim spekingum sem þykjast vita best. Engu að síður er ég nokkuð viss um að Seðlabankanum vantar verkfæri í verkfæratöskuna sína. Buxnalausi rafvirkinn með höfuðljósið leysir ekki vandann þó hann sjái kannski vandamálið.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn telur sig vera að „hjálpa til“ við kjarasamninga með hækkun vaxta

Þróunin í efnahagsmálum varð með öðrum hætti en Seðlabankinn vonaðist til eftir síðasta vaxtaákvörðunarfund í október og hefur bankinn áhyggjur af einkaneyslunni sem sé komin á það stig að hún valdi viðskiptahalla. Það setur þrýsting á gengi krónunnar, sem gerir það erfiðara um vik að ná niður verðbólgu, og kann að leiða til meiri vaxtahækkana en ella. Seðlabankastjóri segir það ranga túlkun á nýlega birtri rannsóknarritgerð að ekki sé tölfræðilegt orsakasamband milli launa og verðlags heldur sýni hún fremur að „rétt framkvæmdar“ launahækkanir búi ekki til verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun.

Innlent
Fréttamynd

Ofneysla hátekjufólks er efnahagsvandinn

Seðlabankinn réttlætir enn eina óþörfu hækkun stýrivaxtanna með rökum um að einkaneysla sé of mikil. Kaupmáttur sé of mikill. Of margir fari of oft til Tenerife. Of miklu sé eytt erlendis.

Skoðun
Fréttamynd

„Við munum hækka vexti eins og þarf“

Stjórnendur peningastefnunefndar Seðlabankans segja það alveg skýrt að nefndin muni hækka stýrivexti frekar, meti hún þörf á því. Seðlabankastjóri segir það alveg skýrt að Seðlabankinn geti ekki verið aðili að loforði um að stýrivextir verði ekki hækkaðir sem hluti af kjarasamningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Boltinn er enn hjá vinnu­markaðnum

Það kom mörgum á óvart þegar peningastefnunefnd Seðlabanks ákvað að hækka vexti um aðeins 0,25 prósentustig í október síðastliðnum. Vextir höfðu þá hækkað um 3,5 prósentustig á árinu og verðbólga 9,3% - langt yfir 2,5% verðbólgumarkmiðinu. Á sama tíma, sem kom kannski enn meira á óvart, gaf seðlabankastjóri í skyn að ekki myndi endilega koma til frekari vaxtahækkana.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­föld leið til að stytta vinnu­vikuna

Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir.

Skoðun