Egyptaland

Fréttamynd

Börn tróðust undir er eldur kom upp í kirkju

Minnst 41 lét lífið og fjórtán eru slasaðir eftir að eldur kom upp í kirkju nærri Kaíró í Egyptalandi í morgun. Eldsupptök eru ekki ljós en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni og borist hratt um kirkjuna.

Erlent
Fréttamynd

Hefja fram­kvæmdir við breikkun eftir strand Ever Given

Framkvæmdir eru nú hafnar við breikkun á kafla Súesskurðarins. Ákveðið var að breikka hlutann vegna strands gámaflutningaskipsins Ever Given í mars síðastliðinn sem leiddi til gríðarlegra tafa á vöruflutningum í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Stranda­glópur snýr loks heim eftir fjögurra ára ein­veru

Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Stórtækustu böðlarnir utan Kína í Miðausturlöndum

Fjögur af þeim fimm ríkjum sem tóku flesta af lífi í fyrra eru Miðausturlönd. Saman stóðu Íran, Egyptaland, Írak og Sádi-Arabía fyrir nærri því níu af hverjum tíu aftökum sem vitað er um með vissu í heiminum samkvæmt skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International.

Erlent
Fréttamynd

Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi

Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar.

Erlent
Fréttamynd

Hafa loksins leyst úr mestu flækjunni við Súes­­skurðinn

Loks hefur endanlega tekist að leysa úr mestu flækjunni sem skapaðist í og við Súesskurðinn þegar flutningaskipið Ever Given festist þversum í skipaskurðinum. Yfir fjögur hundruð skip sátu föst á meðan unnið var að því að losa Ever Given sem festist í skurðinum þann 23. mars og sat fast í nokkra daga.

Erlent
Fréttamynd

Súesskurðurinn aftur opinn fyrir umferð

Siglingar um Súesskurðinn í Egyptalandi hófust aftur með hefðbundnum hætti eftir að risavöxnu flutningaskipi sem hafði lokað skurðinum í hátt í viku var komið á flot í dag. Á fjórða hundrað skipa beið eftir að komast um skurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Hafa náð skipinu af strand­staðnum

Tekist hefur að ná gámaflutningaskipinu Ever Given á flot á ný að hluta. Skipið strandaði í Súesskurði síðastliðinn þriðjudag og þveraði skurðinn með þeim afleiðingum að nær öll umferð um skurðinn hefur stöðvast með tilheyrandi tjóni.

Erlent
Fréttamynd

„Á­hrif af þessu bætast ofan á þegar við­kvæma stöðu“

„Það sem er ótrúlegast í þessu er að við sjáum ekki hvernig þetta mál leysist og hvenær skipið mun losna.“ Þetta segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip, um stöðu skipaflutninga í heiminum eftir að eitt stærsta gámaflutningaskip heims strandaði í Súesskurði og þar sem það hefur stöðvað nær alla umferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öngþveiti í Súesskurði

Súesskurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær.

Erlent