Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf

Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi.

Innlent
Fréttamynd

Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel

Um 600 manns fara í sýnatöku í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag en um er að ræða 550 nemendur skólans og 50 starfsmenn. Allt hefur gengið vel það sem af er degi en sýnatakan hófst klukkan 08:30 í morgun og henni á að vera lokið klukkan 16:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla

Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans.

Innlent
Fréttamynd

Lesrýmum lokað í Háskóla Íslands

Í ljósi hertra samkomutakmarkana innanlands og fjölgunar smita í samfélaginu hefur verið ákveðið að loka lesrýmum grunn- og meistaranema í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar uggandi yfir stöðunni

Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli.

Innlent
Fréttamynd

Grunnskólahald á tímum Covid

Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds.

Skoðun
Fréttamynd

Kósí og sæt heimavist til að byrja með

Ný heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi verður tekin í gagnið á næstu dögum en ekki hefur verið starfandi heimavist við skólann síðustu ár. Mikil ánægja er með að samningar séu í höfn um nýju vistina.

Innlent
Fréttamynd

Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr

Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni.

Innlent
Fréttamynd

Viðræðum slitið við grunnskólakennara

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur vísað kjaraviðræðum við Félag grunnskólakennara til ríkissáttasemjara. Samninganefndin sleit viðræðum við kennarana í dag.

Innlent
Fréttamynd

Á­hrif far­sótta á skóla­starf

Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana.

Skoðun