NBA

Fréttamynd

Suns og Cavaliers jöfnuðu metin

Úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta heldur áfram. Boston Celtics er 2-0 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks á meðan Phoenix Suns og Cleveland Cavaliers jöfnuðu metin í einvígum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Vara­maðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki

Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Fékk frí í skólanum og öskraði þar til pabbi vann

Chicago Bulls gróf sig upp úr djúpri holu og hélt sér á lífi í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld með 109-105 sigri gegn Toronto Raptors, þar sem dóttir DeMar DeRozan vakti mikla athygli. Oklahoma City Thunder sendi New Orleans Pelicans í sumarfrí með 123-118 sigri.

Körfubolti
Fréttamynd

„Flottasta breiddin í deildinni“

Í þætti kvöldsins af Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport velta sérfræðingarnir meðal annars vöngum yfir liði Boston Celtics nú þegar styttist í að úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefjist.

Körfubolti
Fréttamynd

Mar­tröð Luka og Kyri­e heldur á­fram | Peli­cans á upp­leið

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Báðir gætu þó haft gríðarleg áhrif á hvernig umspilið og úrslitakeppnin í Vesturdeildinni lítur út þegar deildarkeppninni lýkur. Miami Heat vann sjö stiga sigur á Dallas Mavericks, 129-122. Þá vann New Orleans Pelicans átta stiga sigur á Los Angeles Clippers, 122-114.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Durant gætu mæst í fyrsta sinn síðan 2018

Phoenix Suns og Los Angeles Lakers mætast í leik sem gæti skipt sköpum rétt áður en deildarkeppni NBA-deildarinnar lýkur. Það gæti farið svo að það yrði fyrsti leikurinn sem Kevin Durant og LeBron James spila gegn hvor öðrum síðan 2018.

Körfubolti