Vogar

Fréttamynd

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent
Fréttamynd

Tólf sóttu um em­bætti for­stjóra HSS

Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eining sveitar­fé­laga á endanum á­kvörðun í­búa

Sveitarfélagið Vogar útilokar ekki mögulega sameiningu við neinn að sögn bæjarstjóra. Nágrannasveitarfélögunum á Suðurnesjum verði sent formlegt erindi á næstu dögum um samtal en of snemmt sé að spá fyrir um það hvort samtalið muni leiða til breytinga.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gosin upp­haf elda á Reykja­nes­skaganum

Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti upp á 2,9 í gær­kvöldi

Jarðskjálfti að stærðinni 2,9 mældist norður af Keili klukkan rúmlega 22:00 í gærkvöldi. Þetta er stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst á Reykjanesskaga frá því að eldgosinu við Litla-Hrút lauk formlega, þann 15. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískur kjarn­orku­kaf­bátur við Ís­land

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Delaware kom í þjónustuheimsókn í íslenska landhelgi í dag. Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá ytri mörkum landhelginnar í Stakksfjörð þar sem áhafnarmeðlimir voru teknir um borð í kafbátinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir jörðina liðast í sundur á Reykja­nesi

Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu.

Lífið
Fréttamynd

Staðan á Reykja­nesi eftir daginn í dag

Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland segir að staðan á Reykjanesinu sé ennþá óbreytt frá því fyrr í kvöld. Nokkuð kröftugur jarðskjálfti reið yfir rétt fyrir klukkan 18 í dag en ennþá er ekki byrjað að gjósa.

Innlent
Fréttamynd

Stefni allt í að gjósi á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis

Það stefnir allt í það að gangurinn undir svæðinu á milli Fagra­dals­fjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Þetta kemur fram í til­kynningu frá rann­sóknar­stofu Há­skóla Ís­lands í eld­fjalla­fræði og náttúru­vá. 7000 skjálftar hafa mælst síðan skjálfta­hrinan hófst á Reykja­nesi þann 4. júlí og inn­flæði kviku er tvö­falt hraðari en í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi

Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa.

Innlent
Fréttamynd

Hægur kvikugangur sem gýs líklega alveg við Keili

Jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að spá fyrir um hvar eða hvenær kvikugangurinn nái yfirborðinu. Líklegast mun gjósa alveg við Keili þar sem skjálftavirknin er mest. Eftir tæplega 800 ára rólegheit er líklega hafið eldgosatímabil á Reykjanesskaga.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum komin inn á eld­gosa­tíma­bil“

Eldfjallafræðingur segir eldgosatímabil hafið og að tíð eldgos verði næstu 300 til 400 árin. Allt bendi til þess að eldgos sé á leiðinni sem verði sambærilegt eldgosinu við Fagradalsfjall að stærð. Hann útilokar þó ekki að hraun renni yfir Reykjanesbraut.

Innlent