Reykjavík

Fréttamynd

Skólp aðeins grófhreinsað við Ánanaust næstu þrjár vikur

Hreinsistöð skólps við Ánanaust verður tekin úr rekstri á morgun og verður óstarfhæf í um þrjár vikur. Skólpið verður á þeim tíma grófhreinsað áður en því verður veitt í sjó. Kólígerlamagn verður því talsvert yfir viðmiðunarmörkum þennan tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hrækti á börn og lögreglumann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í Laugardalnum um kvöldmatarleytið í gær. Tilkynning hafði borist um að maðurinn, sem var ölvaður, hefði verið að áreita börn og hrækja að þeim.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dagur segir Ey­þór skjóta pólitískum púður­skotum

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt

Ágústi Bein­teini Árna­syni brá heldur betur í brún þegar tveir ein­kennis­klæddir lög­reglu­menn mættu að heimili hans á­samt full­trúa Mat­væla­stofnunar (MAST) í síðustu viku með hús­leitar­heimild. Mark­miðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt.

Innlent
Fréttamynd

Um­talað of­beldis­mál fékk ekki leyfi frá Hæsta­rétti

Hæstiréttur ákvað á dögunum að taka ekki fyrir víðfrægt ofbeldismál ungrar konu. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi til að fá betur úr því skorið undir hvaða lagagrein málið heyrði miðað við eðli sambands ofbeldismannsins og konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Sveigjan­leg þjónusta fyrir fatlað fólk

Velferðarstefna Reykjavikur er í innleiðingu og ein af lykiláherslum hennar er að þjónusta skuli vera eins einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og kostur er. Lögð er áhersla á virðingu fyrir ólíkum einstaklingum og þörfum, sjálfræði og valdeflingu allra til að taka þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts

„Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­fræðingur og odd­viti Pírata í Norð­vestur­kjör­dæmi í síðustu al­þingis­kosningum, er hættur að hugsa um kosninga­málið í bili og farinn að snúa sér aftur að lög­fræði­störfum. Þar á meðal máli sem kom ný­lega inn á borð lög­fræði­stofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um.

Innlent
Fréttamynd

Háaleiti og Bústaðir - hverfis­skipu­lag í þágu íbúa

Kynning á hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði stendur nú yfir en borgarhlutinn, sem samanstendur af Bústaðahverfi, Fossvogi, Háaleiti og Múlum, er sá þriðji á eftir Árbæ og Breiðholti til að fá staðbundið skipulag fyrir sitt nærsamfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili

Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti.

Skoðun
Fréttamynd

Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg

Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er skandall og meiri­háttar skipu­lags­legt stór­slys“

Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs hefur sent menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra athugasemd vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hjúkrunarheimilis á lóð Bogarholtsskóla í Grafarvogi. Skólameistari Borgarholtsskóla tekur undir athugasemdirnar og segir borgarstjóra ekki hafa svarað beiðnum sínum um fund vegna málsins í meira en tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í hannyrðastofu Borgaskóla

Eldur kom upp í Borgaskóla í Grafarvogi í gærkvöldi. Þegar slökkvilið bar að garði var brunaviðvörunarkerfið í gangi og vatnsúðakerfi einnig í hluta skólans.

Innlent
Fréttamynd

„Gangi þeim vel að læra af þessu en ég vil fá borgað“

Ásmundur Helgason, annar eigandi kaffihússins Gráa kattarins, var mjög gagnrýninn á þau sem stóðu að framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019, við aðalmeðferð í dómsmáli eigandanna gegn Reykjavíkurborg. Eigendur krefjast 18,5 milljóna króna í skaðabætur frá borginni vegna framkvæmda sem stóðu yfir á Hverfisgötu lungann af árinu 2019. Hann líkti aðstæðunum á umræddu tímabili á Hverfisgötu við stríðsástand.

Innlent