Ragnar Erling kominn með vinnu og horfir fram á veginn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. janúar 2023 17:00 Ragnar Erling hefur talað opinskátt um vanda sinn í gengum tíðina og verið iðinn við að hjálpa öðrum í sömu sporum. Vísir/Steingrímur Dúi Ragnar Erling Hermannsson hefur látið að sér kveða í umræðunni um málefni heimilislausra undanfarin misseri. Hann fékk vinnu á dögunum og á nú sér þann draum heitastan að eignast heimili. Ragnar hefur glímt við fíknivanda í gegnum tíðina. Hann hefur talað mjög opinskátt um sína fortíð og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um það hjálpi öðrum. Í september síðastliðnum stofnaði hann ásamt fleirum Viðmót, ný notendasamtök til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Það vakti mikla athygli þegar hann birti myndskeið á facebooksíðu sinni fyrr í mánuðinum þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Vísir fjallaði um málið. Borgar sig að vera einlægur En nú virðist vera að birta upp hjá Ragnari. „Ég fékk sem sagt vinnu hjá ferðaþjónustufyrirtæki núna rétt fyrir jól,“ segir Ragnar í samtali við Vísi og bætir við að þetta sé þó langt frá því að vera frumraun hans í ferðamannageiranum. Hann er með meirapróf og hefur starfað með hléum innan geirans undanfarin sex ár. Ragnar segist vera á hárréttri hillu í ferðaþjónustustarfinu og nýtur þess í botn. Hann hefur nú þegar farið í nokkra túra með erlendum ferðamönnum og sýnt þeim Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo eru Norðurljósaferðirnar alltaf vinsælar. „Ég tek starfinu mjög alvarlega, enda eru leiðsögumenn að mörgu leyti fulltrúar Íslands og við þurfum að koma vel fyrir og skilja eftir góðar minningar hjá ferðamönnunum sem heimsækja landið okkar.“ Hann segist vera afar þakklátur ferðaþjónustufyrirtækinu fyrir að gefa honum tækifæri og hjálpa honum þannig að skapa sér betra líf. „Ég er bara þannig að ég vil vera með allt mitt upp á borði og ekki skammast mín fyrir neitt. Vera bara opinn og heiðarlegur og koma hreint fram. Ég hef líka komist að því í gegnum tíðina að Íslendingar eru mjög „forgiving“ og kunna að meta það þegar maður er einlægur, stígur fram og viðurkennir mistök.“ Gefst ekki upp Ragnar hefur sem fyrr segir verið heimilislaus í langan tíma og hefur þurft að reiða sig á gistiskýli Reykjavíkurborgar. Hann þráir ekkert frekar en að finna íbúð til leigu, „einhverja litla og sæta“ eins og hann orðar það. En eins og flestir vita er leigumarkaðurinn í Reykjavík erfiður, leiguverðið oft á tíðum svimandi hátt og margir um hverja íbúð. Ragnar ætlar þó ekki að gefast upp og segist taka glaður við öllum ábendingum um lausa leiguíbúð. „Ég ætla að halda áfram að berjast. Bæði fyrir mig og aðra.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. 18. október 2022 16:35 Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. 9. september 2022 07:00 Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Ragnar hefur glímt við fíknivanda í gegnum tíðina. Hann hefur talað mjög opinskátt um sína fortíð og verið iðinn við að deila reynslu sinni í von um það hjálpi öðrum. Í september síðastliðnum stofnaði hann ásamt fleirum Viðmót, ný notendasamtök til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Það vakti mikla athygli þegar hann birti myndskeið á facebooksíðu sinni fyrr í mánuðinum þar sem hann stóð fannbarinn í frostinu fyrir utan gistiskýlið á Grandagarði. Vísir fjallaði um málið. Borgar sig að vera einlægur En nú virðist vera að birta upp hjá Ragnari. „Ég fékk sem sagt vinnu hjá ferðaþjónustufyrirtæki núna rétt fyrir jól,“ segir Ragnar í samtali við Vísi og bætir við að þetta sé þó langt frá því að vera frumraun hans í ferðamannageiranum. Hann er með meirapróf og hefur starfað með hléum innan geirans undanfarin sex ár. Ragnar segist vera á hárréttri hillu í ferðaþjónustustarfinu og nýtur þess í botn. Hann hefur nú þegar farið í nokkra túra með erlendum ferðamönnum og sýnt þeim Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Svo eru Norðurljósaferðirnar alltaf vinsælar. „Ég tek starfinu mjög alvarlega, enda eru leiðsögumenn að mörgu leyti fulltrúar Íslands og við þurfum að koma vel fyrir og skilja eftir góðar minningar hjá ferðamönnunum sem heimsækja landið okkar.“ Hann segist vera afar þakklátur ferðaþjónustufyrirtækinu fyrir að gefa honum tækifæri og hjálpa honum þannig að skapa sér betra líf. „Ég er bara þannig að ég vil vera með allt mitt upp á borði og ekki skammast mín fyrir neitt. Vera bara opinn og heiðarlegur og koma hreint fram. Ég hef líka komist að því í gegnum tíðina að Íslendingar eru mjög „forgiving“ og kunna að meta það þegar maður er einlægur, stígur fram og viðurkennir mistök.“ Gefst ekki upp Ragnar hefur sem fyrr segir verið heimilislaus í langan tíma og hefur þurft að reiða sig á gistiskýli Reykjavíkurborgar. Hann þráir ekkert frekar en að finna íbúð til leigu, „einhverja litla og sæta“ eins og hann orðar það. En eins og flestir vita er leigumarkaðurinn í Reykjavík erfiður, leiguverðið oft á tíðum svimandi hátt og margir um hverja íbúð. Ragnar ætlar þó ekki að gefast upp og segist taka glaður við öllum ábendingum um lausa leiguíbúð. „Ég ætla að halda áfram að berjast. Bæði fyrir mig og aðra.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15 Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. 18. október 2022 16:35 Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. 9. september 2022 07:00 Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19. desember 2022 10:15
Hefur áhyggjur af vinum sínum í þungri vímuefnaneyslu á meðan borgin gerir ekkert Heimilislausir karlmenn segja borgina ekki hafa veitt þeim nein svör eða brugðist við fyrirséðum vanda þeirra í vetur á nokkurn hátt. Þeir kalla eftir því að neyðarskýli verði opin á daginn og neituðu að fara úr einu slíku í morgun til að vekja athygli á málstað sínum. 18. október 2022 16:35
Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. 9. september 2022 07:00
Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann er kominn aftur til landsins, þakklátur fyrir að fá annað tækifæri. 18. október 2014 07:00