Reykjavík

Fréttamynd

Vera segir veru Veru vera trygga

Meiri­hluti veitinga­staða í Veru mat­höll í Grósku er nú lokaður. Stefnt er að því að nýir komi þeirra í stað. Fram­kvæmda­stjóri Grósku segir þar breytinga og endur­skipu­lagningu að vænta, mat­höllin muni vera á­fram á sínum stað í húsinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búar ó­sáttir við grjót­haug á stærð við í­búðar­hús

Í­búar í Selja­hverfi í Reykja­vík eru ó­sáttir við grjót­haug sem safnast hefur upp á horni Álfa­bakka og Ár­skóga í hverfinu vegna fram­kvæmda. For­maður í­búa­ráðs bíður svara frá um­hverfis-og skipu­lags­ráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. 

Innlent
Fréttamynd

Vildi vernda starfs­menn fyrir á­rásum Kol­brúnar

For­maður borgar­ráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfs­menn borgarinnar á borgar­ráðs­fundi í gær. Odd­viti Flokks fólksins er ó­sáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna um­deildra sam­skipta starfs­manna sem odd­vitinn segir ekki spretta upp í tóma­rúmi. 

Innlent
Fréttamynd

Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma. 

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi svarar fyrir ákvörðun um Skerjafjörð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er meðal ræðumanna á fundi sem Flugmálafélag Íslands efnir til nú síðdegis um stöðu Reykjavíkurflugvallar. Í fundarboði segir að farið verði yfir núverandi stöðu og hvert stefnan sé sett varðandi flugvöllinn. Fundinum verður streymt beint á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða körfurnar vel­komnar heim

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Fann stolinn bílinn í gegnum AirPods

Bíl kvikmyndaframleiðandans Eiðs Birgissonar var stolið fyrr í vikunni. Hann fannst tveimur dögum síðar, þökk sé staðsetningatækni Apple, steinsnar frá bílasölunni.

Lífið
Fréttamynd

Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys

Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­­skipti starfs­mannanna gefi kol­ranga mynd af starfi borgarinnar

Odd­viti Pírata í borgar­stjórn segir af og frá að lýð­ræðis-og sam­ráðs­vett­vangar Reykja­víkur séu upp á punt, líkt og að­stoðar­maður ráð­herra hefur spurt sig að opin­ber­lega í kjöl­far frétta­flutnings af um­deildum sam­skiptum starfs­manna borgarinnar á fundi með í­búum. Sam­skiptin verða til um­fjöllunar í borgar­ráði í dag en Dóra segir þau gefa kol­ranga mynd af starfi borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Menningar­eyja á Melunum

Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búa­ráðin- sýndar­sam­ráð

Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð.

Skoðun
Fréttamynd

Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­full­trúar eru á of háum launum

Launagreiðslur borgarfulltrúa hafa oft reynst þeim sjálfum erfið og óþægileg til umræðu. En sama hvort borgarfulltrúum líkar það betur eða verr, eru breytingar á launafyrirkomulagi þeirra aldrei samþykktar án aðkomu borgarstjórnar. Núverandi launafyrirkomulag var nefnilega samþykkt í borgarstjórn árið 2017. Við megum heldur ekki veigra okkur við því að ræða mál sem kunna að vera óvinsæl í sölum borgarstjórnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlar að skoða um­­­deild sam­­skipti starfs­manna borgarinnar

Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt.

Innlent
Fréttamynd

Bakkaði bát niður Reykja­nes­brautina

Bíl­stjóri flutninga­bíls með bát með­ferðis olli tölu­verðum töfum á um­ferð á Reykja­nes­brautinni í morgun. Bíllinn komst ekki undir brúna við gatna­mót Breið­holts­brautar og Reykja­nes­brautar og varð að bakka að Lindum í Kópa­vogi með að­stoð lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað dagar í RIFF

Hundrað dagar eru í að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, eða RIFF, verður sett formlega og það í tuttugasta sinn. Hátíðin hefst þann 28. september og mun standa yfir til 8. október. Frá því hátíðin var haldin fyrst hefur hún stækkað í gegnum árin.

Menning
Fréttamynd

Í­búar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur

Körfu­bolta­körfur við Selja­skóla í Reykja­vík voru settar upp aftur nú síð­degis, eftir fjölda kvartana. Mikla at­hygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 

Innlent
Fréttamynd

Par vildi ekki kannast við að eiga mikið magn fíkni­efna

Par var á dögunum dæmt til fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, fyrir að hafa haft mikið magn fíkniefna í vörslum sínum á heimili þeirra. Auk fíkniefna fannst hálfsjálfvirk haglabyssa og 1,5 milljón króna í reiðufé. Konan þarf að þola upptöku fjárins, þrátt fyrir segjast hafa aflað þess með barnapössun og kökusölu.

Innlent