Reykjavík

Fréttamynd

Heitasti út­varps­maður landsins selur slotið

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, hafa sett íbúð sína við Naustabryggju í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 64,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Vatnsleki í Garðheimum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi fyrr í kvöld áhöfn eins dælubíls til Garðheima í Álfabakka. Þar hafði komið vatnsleki frá þaki hússins.

Innlent
Fréttamynd

Opna „hommalegustu blóma­búðina í bænum“

„Ég hefði séð eftir því hefði ég sagt nei. Hæ Blóm verður hommalegasta blómabúðin í bænum,“ segir Bjarmi Fannar vöruhönnuður. Hann og eiginmaður hans Bjarni Snæbjörnsson, leikari og leikstjóri, tóku Svartan föstudag í nýjar hæðir og keyptu heila blómabúð.

Lífið
Fréttamynd

„Maður er ein­hvern veginn í spennufalli“

Móðir tæplega þriggja ára stúlku á leikskólanum Drafnarsteini segir dóttur sína hafa mætt alsæla aftur í leikskólann í morgun eftir fimm vikna verkfall kennara. Hún vonar að setið sé við samningaborðið dag og nótt til að samningar náist áður en verkfallsaðgerðir hefjast á ný.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í póst­kössum og blaða­gámi

Tilkynnt var um eld í fjölbýlishúsi í dag en þegar lögregla kom á vettvang var samkvæmt dagbók lögreglunnar búið að slökkva hann. Þegar lögregla var komin kom í ljós að einnig hafði verið kveikt í póstkassa í næsta stigagangi auk þess sem tilkynnt var um að kveikt hefði verið í blaðagámi nokkrum götum frá. 

Innlent
Fréttamynd

Em­bætti og stöður sem losna eftir kosningar

Mikið hefur verið fjallað um fjölda embættismanna sem voru í framboði til Alþingis í nýafstöðnum kosningum. Þar að auki er fjöldi sveitastjórnarfólks í framboði. Spurningin er hvaða stöður og embætti losna eftir kosningarnar?

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast inn með exi

Maður var handtekinn í nótt eða gærkvöldi eftir að hann reyndi að brjótast inn í hús með exi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Svif­ryksmengun í borginni í dag og næstu daga

Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Sterkustu hjón landsins selja í­búðina

Kraftlyftingahjónin Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, hafa sett íbúð sína við Sogaveg í Reykavík á sölu. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Alls 70 prósent grunn­skóla í Reykja­vík símalausir

Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Svik og prettir reyndust falsfréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í nótt vegna einstaklinga sem voru sakaðir um að hafa komið sér í gistingu á hóteli í póstnúmerinu 104 „með svikum og prettum“.

Innlent
Fréttamynd

FB stækkar og Fram­sókn aftur á gröfunni

Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti.  Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. 

Innlent