Vestmannaeyjar

Fréttamynd

Kom úr sundi að brotnu tjaldinu

„Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í fanga­klefa þegar mest lét í Eyjum

Engar meiriháttar líkamsárásir eða kynferðisbrot hafa komið upp á þjóðhátið í Vestmannaeyjum til þessa, að sögn lögreglustjórans þar. Fimm sitja í fangaklefa eftir nóttina fyrir ölvun og ólæti. Fólk er byrjað að hæla niður tjöld fyrir hvassviðri sem á að ganga yfir Eyjar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar öllu veðri vanir

Jónas Guðbjörn Jónsson formaður þjóðhátíðarnefndar, segir að útlitið sé mjög gott fyrir komandi helgi. Það sé þegar mikil stemning í bænum og í kvöld og um helgina verði stemningin komin í dalinn. Hann segir að við séum Íslendingar og öllu vön, og því skipti ekki öllu máli hvernig veðrið er.

Innlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin mætt til Eyja

Halla Tómasdóttir forseti lét sig ekki vanta á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók á móti forsetahjónunum ásamt fulltrúum þjóðhátíðarnefndar og leiddi þau um svæðið í Herjólfsdal.

Lífið
Fréttamynd

Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir við­vörun

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­há­tíð í Eyjum fagnar 150 ára af­mæli

Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert.

Skoðun
Fréttamynd

Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu

Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar

Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum.

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfs­dal

Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar.

Innlent
Fréttamynd

97 ára og gerir við dvergastyttur og málar þær í Eyjum

Eitt það allra skemmtilegasta sem Palli í Mörk eins og hann er alltaf kallaður í Vestmannaeyjum gerir er að mála og laga dvergastyttur fyrir Eyjamenn en Palli er rétt að verða 98 ára. Og Palli segist að sjálfsögðu ætla á þjóðhátíð eins og hann hefur alltaf gert.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi sérsveitarmanna á Þjóð­há­tíð í sumar

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af því að ofbeldi og vopnaburður muni aukast á Þjóðhátíð í sumar þegar þúsundir ungmenna frá höfuðborgarsvæðinu og víðar streyma til eyjunnar. Hann segir lögregluna hafa gripið til ráðstafana vegna þessa og viðbúnaður á hátíðinni hafi aldrei verið meiri.

Innlent
Fréttamynd

„Þung skref“ að höfða mál gegn máttar­stólpa

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. 

Innlent
Fréttamynd

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Heimir og eyjarnar hans

Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Sætustu karlarnir eru á Ís­landi

Freyja Stefanía í Vestmannaeyjum slær ekki slöku við en hún er elsti íbúi Eyjunnar, 100 ára gömul. Freyja hefur ferðast víða um heiminn en hún segir að Ísland sé alltaf best og þar séu sætustu karlarnir.

Innlent
Fréttamynd

Viðrar vel til há­tíða víðs vegar um helgina

Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Veður
Fréttamynd

„Í mínum huga al­veg úti­lokað“

„Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. 

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir á­kvörðun um stærsta mann­virki Fær­eyja

Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára.

Erlent