Rangárþing ytra

Fréttamynd

Fimmtíu til hundrað ný störf í Rangárþingi ytra

Um fimmtíu til hundrað ný störf gætu orðið til með nýjum Grænum iðngarði í Rangárþingi ytra, en nú er unnið að kortlagningu á heppilegri atvinnustarfsemi og viðskiptatækifærum sem gætu átt heima innan iðngarðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vilja leggja hjóla­stíg milli Hellu og Hvolsvallar

Sveitarstjórn Rangárþings ytra kannar nú möguleikann á því að leggja göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Leiðin er rúmur tólf og hálfur kílómetri og áætlað er að verkið muni kosta 587 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða fólki heim til sín að tína hamp

Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira.

Innlent
Fréttamynd

Ytri Rangá ennþá á toppnum

Í nýjum vikulegum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga  bera Rangárnar höfuð og herðar yfir næst ár á listanum en Ytri Rangá er þó ennþá hæst.

Veiði
Fréttamynd

Fín veiði í Veiðivötnum

Veiðin í Veiðivötnum er búin að vera fín í sumar og flest það veiðifólk sem fer upp eftir er að koma heim vel hlaðið af fallegum silung.

Veiði
Fréttamynd

Siggi Sig sigur­vegari og Lands­móti lokið

Fjöldi gesta af Lansdsmóti hestamanna hélt heim á leið í gærkvöldi eftir glæsileg tilþrif í A-flokki gæðinga þar sem Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson fóru með sigur af hólmi. 

Sport
Fréttamynd

Vellirnir á floti og dagskrá Landsmóts frestað

Fresta þarf dagskrá vegna veðurs á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu. Leiðindaveður er á svæðinu, rok og rigning. Pollar eru á keppnisvöllunum og aðstæður til sýningarhalds afleitar.

Sport
Fréttamynd

Keppti í 32 ára gömlum jakka af pabba sínum

Yngsti keppandinn á Landsmóti hestamanna, sem nú stendur yfir á Gaddstaðaflötum á Hellu, er á tíunda aldursári, eða því sem aldurstakmörk miða við á mótinu. Anna Sigríður Erlendsdóttir er yngst allra, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Sport
Fréttamynd

Mokveiði í Frostastaðavatni

Hálendisveiðin er komin í fullan gang og veiðimenn fjölmenna við vötnin á hálendinu og það er ekki annað að heyra en að veiðin sé góð.

Veiði
Fréttamynd

Hestur Kára einn sá elsti sem hefur keppt á Landsmóti

„Mér þykir mjög vænt um þennan hest en var hræddur um að hann hefði ekki nægan kraft. Guði sé lof að ég hafði rangt fyrir mér. Ég var mjög stressaður,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og hrossaræktandi, eftir óvenjulega sýningu Stakks frá Halldórsstöðum, hests í hans eigu, og knapa hans Sigurbjörns Bárðarsonar í sérstakri forkeppni í A-flokki á Landsmóti hestamanna á Hellu í gær.

Sport
Fréttamynd

Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund móts­gestum

Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna.

Sport
Fréttamynd

Loksins Lands­mót - hófa­dynur á Rang­ár­bökkum

Landsmót hestamanna verður haldið dagana 3. til 10. júlí á Rangárbökkum við Hellu. „Loksins,“ segja margir þar sem Landsmótið fór síðast fram 2018. Nú verður öllu til tjaldað og býst Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri hins langþráða Landsmóts við frábærri mætingu.

Samstarf
Fréttamynd

Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn

Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag.

Innlent