
Ísafjarðarbær

Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði
Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu.

Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina
Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál.

Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn
Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn.

Lóðaskortur á Ísafirði
Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa.

Arna Lára vann ritaraslaginn
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði
Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækist eftir ritaraembættinu
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs.

Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri
Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu.

Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri
Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri.

Koma Ísafirði á kort kvikmyndagerðamanna
Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar.

Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu
Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans.

Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði
Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum.

Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði
Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim.

Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur
Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn.

Ódýrara að fá erlenda leikmenn og Íslendingar vilja ekki koma vestur
Ekkert gekk hjá Herði að fá íslenska leikmenn til liðsins og því var á leitað á erlend mið. Erlendir leikmenn eru mun ódýrari en Íslendingar að sögn formanns handknattleiksdeildar Harðar.

Létu eins og flugvél með 29 innanborðs hefði farist
Um 200 manns tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Ísafjarðarflugvelli laugardaginn 24. september. Þar voru æfð viðbrögð við flugslysi á eða við flugvöllinn.

Leigir fimm samherjum sínum sem stökkva stundum í barnapössun
Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, segir að Ísfirðingar bíði í ofvæni eftir fyrsta heimaleik sínum í efstu deild. Þrátt fyrir að leikmenn Harðar komi víða að er leikmannahópurinn samheldinn sem sést best á búsetu erlendu leikmanna liðsins.

Útgerð Stefnis hætt og þrettán manns sagt upp
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. (H-G hf.) hefur ákveðið að hætta útgerð ísfisktogarans Stefnis ÍS 28 vegna samdráttar í úthlutuðu aflamarki þorsks. Þrettán manna áhöfn Stefnis verður sagt upp frá og með áramótum.

Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Gramsverslun á Þingeyri: „ Vonumst til að sögunni verði sómi gerður“
„Þetta er fallegt hús á sem á sína merku sögu. Við vonumst til að sögunni verði sómi gerður.“

Sex sóttu um stöðu lögreglustjórans á Vestfjörðum
Karl Ingi Vilbergsson fyrrverandi lögreglustjóri á Vestfjörðum lét af störfum í ágúst síðastliðnum. Sex einstaklingar sóttu um stöðu lögreglustjórans sem auglýst var af dómsmálaráðuneytinu.

Íslenska er aðgengismál!
Hér er Fjallkona Ísafjarðar að borða banana. Ég er fyrst og fremst mjög þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að vera fjallkona bæjarins í ár, en núna vil ég nota tækifærið og þessa óvenjulegu mynd til að taka þátt í heitu umræðunni um íslensku tunguna og útlendinga.

Leiðir Gunnars Heiðars og Vestra skilja
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta eftir tímabilið.

Amazon birtir heimildarþátt um Kerecis
Heimildarþáttur um íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis er nú aðgengilegur á streymisveitunni Amazon Prime. Aðstoðarforstjóri Amazon stýrir þáttaröðinni sem fjallar um áhugaverð fyrirtæki, sem hann telur eiga erindi við framtíðina.

Helmingur laxa í Mjólká reyndist úr eldi
Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar.

Leita upplýsinga vegna meints innbrots í Tunguskógi
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar innbrot sem á að hafa átt sér stað í Tunguskógi í Skutulsfirði einhvern tímann frá klukkan níu í gærkvöldi þar til klukkan ellefu í morgun.

Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund
Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði.

Engin svör fást um rannsókn Óshlíðarmálsins frá 1973
Lögreglan á Vestfjörðum segir ekki tímabært að svara einstökum spurningum eða bæta við upplýsingum umfram þær sem fram komu í lok maí um rannsókn embættisins á bílslysi sem varð á Óshlíðarvegi í september 1973.

Sigríður Júlía nýr kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur verið ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri en hún er jafnframt forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish
Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna.