Bolungarvík Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. Innlent 20.11.2024 11:50 Hitamet féll Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Innlent 14.11.2024 19:01 Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn. Innlent 14.11.2024 12:57 Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Innlent 13.11.2024 12:06 Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar. Innlent 13.11.2024 11:20 Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Innlent 13.11.2024 10:19 Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu. Innlent 13.11.2024 10:02 „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Innlent 12.11.2024 19:46 Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Innlent 12.11.2024 15:32 Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Innlent 12.11.2024 12:02 Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Innlent 12.11.2024 11:22 Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Skoðun 6.11.2024 09:31 Ástarvika Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Skoðun 15.10.2024 14:31 „Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi. Innlent 4.10.2024 10:31 Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29 Hnullungar á fleygiferð: „Ég man ekki eftir öðru eins“ Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir mikinn mun á Óshlíðinni suðaustan við bæinn vegna grjóthruns í sumar. Fólki er ráðlagt að fara varlega. Innlent 29.8.2024 11:33 Ein af földu perlum Vestfjarða Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða. Lífið samstarf 29.7.2024 15:10 Covid-faraldur fyrir vestan: „Maður hélt að þetta væri liðin tíð“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna þegar lið hans sótti HK heim í Bestu deild karla um helgina. Leiknum lauk 1-1 en veikindi herja á Vestramenn. Íslenski boltinn 22.7.2024 13:00 Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. Innlent 11.7.2024 14:47 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36 Engir ytri áverkar sem skýra andlátin Engir ytri áverkar voru á líkum sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í síðustu viku. Dánarorsök er ekki ljós og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir, en ekkert bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 6.6.2024 10:59 Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. Innlent 5.6.2024 18:35 Von á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku Lögreglan á Vestfjörðum segist enn engu nær varðandi dánarorsök sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi á Bolungarvík í síðustu viku. Von er á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku. Innlent 3.6.2024 11:27 Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 20:56 Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Innlent 28.5.2024 14:16 „Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10 Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Innlent 27.5.2024 23:00 GPS-hattarnir horfnir og eigandinn heitir fundarlaunum Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú þjófnað á svokölluðum GPS-höttum en fjórum þeirra var stolið. Elvar Sigurgeirsson, sem er eigandi Þotunnar ehf., segir tjónið nema 6 til 8 milljónum. Innlent 27.11.2023 13:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 7 ›
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. Innlent 20.11.2024 11:50
Hitamet féll Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Innlent 14.11.2024 19:01
Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Vegagerðin hefur birt myndband sem sýnir vel umfang þeirra aurskriða sem féllu yfir veginn um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals á þriðjudag. Þar má einnig sjá starfsfólk Vegagerðarinnar við vinnu að hreinsa veginn. Innlent 14.11.2024 12:57
Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Búið er að opna aftur vegi sem lokað var á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna aurskriða sem féllu, þrátt fyrir miklar skemmdir, og eins hefur Bíldudalsvegur verið opnaður að nýju. Óvissustig er enn í gildi og viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu. Búast má við úrkomu í kvöld og vegalokunum vegna þess. Innlent 13.11.2024 12:06
Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Búið er að opna veginn um Eyrarhlíð á nýjan leik. Vegurinn liggur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur og var lokað fyrr í vikunni eftir að aurskriður féllu þar. Innlent 13.11.2024 11:20
Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Íbúar á Flateyri eru beðnir um að fara sparlega með vatn í dag. Taka þurfti af vatn í vikunni í bænum á meðan vatnið var hreinsað. Í Bolungarvík, þar sem einnig þurfti að loka fyrir vatn, er nú vatnið aftur orðið neysluhæft. Mikil drulla komst í neyslubólið þar vegna mikilla rigninga. Innlent 13.11.2024 10:19
Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Búið er að opna veginn um Steingrímsfjarðarheiði og Ísafjarðardjúp á ný. Einnig er búið að opna veginn um Súðavíkurhlíð, en ákveðið var að loka vegum í landshlutanum vegna skiðuhættu. Innlent 13.11.2024 10:02
„Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Skriður hafa fallið á Vestfjörðum síðan í gærkvöldi. Stór skriða féll á Ísafirði um miðjan dag og hafa leysingar valdið því að vatn er ekki drykkjarhæft. Íbúum í Hnífsdal er bent á að setja vatn á brúsa. Innlent 12.11.2024 19:46
Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Aurskriða féll á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals um þrjúleytið. Vegurinn er lokaður vegna þessa og verður um sinn. Staðan verður metin út frá aðstæðum að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Innlent 12.11.2024 15:32
Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga. Innlent 12.11.2024 12:02
Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Íbúar í Bolungarvík hafa verið hvattir til að sjóða vatn til neyslu eftir að skriður féllu á vatnsbólið í Hlíðardal. Vatnið í bænum er því ekki gott, drullugt og óhæft til drykkjar þar sem allar síur hafi stíflast. Innlent 12.11.2024 11:22
Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Ég hef stundum haft á orði þegar ég er þakklátur fyrir það stórfenglega samfélag sem ég fer fyrir hér í Bolungarvík að ég standi á herðum þúsund ára vinnusemi fólksins sem kom á undan mér. Skoðun 6.11.2024 09:31
Ástarvika Svo hljóðaði forleikurinn að Ástarvikunni í Bolungarvík, kærleiksríkri menningarhátíð, sem haldin hefur verið a.m.k. liðinn áratug, skemmtilegu framtaki, með það að markmiði að fjölga bæjarbúum eða með öðrum orðum að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum. Skoðun 15.10.2024 14:31
„Laxaastmi“ tekinn alvarlega fyrir vestan Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi. Innlent 4.10.2024 10:31
Hjónin létust eftir langvarandi veikindi Andlát hjónanna sem fundust látin á heimili þeirra í Bolungarvík í lok maí er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þau hafi látist eftir langvarandi veikindi. Innlent 25.9.2024 15:29
Hnullungar á fleygiferð: „Ég man ekki eftir öðru eins“ Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir mikinn mun á Óshlíðinni suðaustan við bæinn vegna grjóthruns í sumar. Fólki er ráðlagt að fara varlega. Innlent 29.8.2024 11:33
Ein af földu perlum Vestfjarða Golfvöllurinn í Bolungarvík heitir Syðridalsvöllur og er staðsettur rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík. Það er því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða. Lífið samstarf 29.7.2024 15:10
Covid-faraldur fyrir vestan: „Maður hélt að þetta væri liðin tíð“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var án þónokkurra leikmanna þegar lið hans sótti HK heim í Bestu deild karla um helgina. Leiknum lauk 1-1 en veikindi herja á Vestramenn. Íslenski boltinn 22.7.2024 13:00
Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. Innlent 11.7.2024 14:47
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36
Engir ytri áverkar sem skýra andlátin Engir ytri áverkar voru á líkum sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið á heimili sínu í Bolungarvík í síðustu viku. Dánarorsök er ekki ljós og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir, en ekkert bendir til þess að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 6.6.2024 10:59
Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. Innlent 5.6.2024 18:35
Von á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku Lögreglan á Vestfjörðum segist enn engu nær varðandi dánarorsök sambýlisfólks á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi á Bolungarvík í síðustu viku. Von er á bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu í þessari viku. Innlent 3.6.2024 11:27
Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Innlent 28.5.2024 20:56
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. Innlent 28.5.2024 14:16
„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 11:10
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. Innlent 28.5.2024 09:40
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. Innlent 28.5.2024 08:47
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. Innlent 27.5.2024 23:00
GPS-hattarnir horfnir og eigandinn heitir fundarlaunum Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú þjófnað á svokölluðum GPS-höttum en fjórum þeirra var stolið. Elvar Sigurgeirsson, sem er eigandi Þotunnar ehf., segir tjónið nema 6 til 8 milljónum. Innlent 27.11.2023 13:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent