Vesturbyggð

Fréttamynd

Formenn stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum sveitarfélaganna um fiskeldismál

Formenn stjórnarflokka ríkisstjórnarinnar funduðu í gær með bæjarstjóra Vesturbyggðar og oddvita Tálknafjarðarbæjar. Tilefni fundarins var að ræða stöðuna sem nú er uppi hjá fiskeldisfyrirtækjum í sveitarfélögunum tveimur en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti fyrr í vikunni rekstrarleyfi fyrirtækjanna til fiskeldis á Vestfjörðum. Sveitarstjórnarmenn sveitarfélaganna sátu einnig fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir

Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir.

Innlent
Fréttamynd

Bíldudals grænar baunir hafin

Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar baunir var sett í gær á Bíldudal. Að hátíðinni standa Arnfirðingafélagið í Reykjavík og félagasamtök á Bíldudal. Margt verður í boði á hátíðinni þar sem markmiðið er að kynna menningarstarf Arnfirðinga. Hátíðinni lýkur á sunnudag.

Menning