Næturlíf

Fréttamynd

Svona var djammið á öðru ári veirunnar

Desember er genginn í garð og fréttastofan hefur að rifja upp árið með nýju sniði. Við byrjum á máli málanna: Raunum (aðallega) unga fólksins við að halda í djammvonina á tímum þar sem allt virtist blása á móti.

Innlent
Fréttamynd

„Þessu rugli verður að linna“

Jón Bjarni Steinsson veitingamaður í Reykjavík fordæmir hinar nýju sóttvarnarreglur sem kynntar hafa verið. Hann segir þetta reiðarslag fyrir veitingageirann.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að þremur hafi verið byrlað

Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Innlent
Fréttamynd

Hvað þarf til?

Undanfarna daga hefur verið hávær umræða um byrlun ólyfjan og nauðganir. Margar konur hafa stígið fram og greint frá atvikum þar sem þeim hafi verið byrlað ólyfjan á skemmtanalífinu. Eigendur skemmtistaða hafa talað um byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Kannast ekkert við byrlunar­far­aldur í Reykja­vík

Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum.

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt

Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum

Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég var með gæsahúð í þrjá tíma“

Af 1200 hraðprófum sem voru tekin fyrir Verslóball í gær greindist ekkert jákvætt. Allir komust því inn sem vildu og það er vonandi að raunin verði sú sama á balli hjá Menntaskólanum í Kópavogi í kvöld, þar sem ballbanni hefur verið aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskur bar á alþjóðlegum topplista

Íslenski hanastélsbarinn Jungle hefur verið valinn af 50 Best Discovery á lista yfir fimmtíu veitingastaði og bari í heiminum sem ferðalangar ættu að heimsækja. Þetta er fyrsta skiptið sem íslenskur bar kemst á þennan lista.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Innlent
Fréttamynd

500 megi koma saman og opnunar­­tími skemmti­­staða lengist

Sótt­varna­læknir leggur til tals­verðar til­slakanir á öllum sam­komu­tak­mörkunum innan­lands í minnis­blaði sem hann skilaði til heil­brigðis­ráð­herra í gær. Þar leggur hann til að 500 megi koma saman og að skemmti- og veitinga­staðir fái að hafa opið lengur.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Innlent
Fréttamynd

Þrír réðust á einn og rændu hann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um rán í miðbænum. Þrír einstaklingar réðust þar á mann, veittu honum áverka og rændu hann. Í dagbók lögreglu segir að málið sé til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Kona skölluð og henni hrint á stigaganginum

Ráðist var á konu á stigagangi við heimili hennar í Laugardalnum skömmu eftir miðnætti í nótt. Henni var hrint og hún skölluð í andlitið svo gleraugu hennar brotnuðu og hún fékk áverka í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni

Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni.

Innlent