Hælisleitendur

Fréttamynd

Kæran felld niður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent
Fréttamynd

Gripa­geymsla ríkis og Reykja­víkur

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi

Maðurinn sem er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Valshverfinu hefur staðið í hótunum við fjölda aðila síðustu ár. Vararíkissaksóknari, sem er eitt af fórnarlömbum mannsins, spyr hvers vegna maðurinn sé enn hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Hjart­næmar myndir af endur­fundum palestínskra fjöl­skyldna

Á áttunda tug palestínskra flóttamanna komu í dag til landsins í dag eftir að hafa hlotið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau komu með rútu frá Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld og tóku fjölskyldur þeirra við þeim með faðmlögum, kossum og gleðitárum.

Innlent
Fréttamynd

Elon Musk og Andrew Tate brugðið yfir þingpallamálinu

Auðjöfurinn Elon Musk, samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate og formaður Miðflokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson velta fyrir sér atviki sem átti sér stað á Alþingi Íslendinga í vikunni. Það er þegar karlmaður steig yfir handrið þingpallana, öskraði á dómsmálaráðherra, og var í kjölfarið fjarlægður af þingvörðum og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Segjast styðja manninn sem hafi gripið til ör­þrifa­ráða

Samtökin No Borders á Íslandi segjast styðja mann sem fór yfir handrið þingpallanna á Alþingi síðastliðinn mánudag og öskraði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á meðan hún var að mæla fyrir útlendingafrumvarpi sínu. Þingverðir og lögregla skárust í leikinn og fjarlægðu manninn.

Innlent
Fréttamynd

2 milljarðar í verð­laun

Ísland er ekki fullkomið land, en við sem búum hér viljum trúa því að Ísland sé gott land. Það er margt sem gerist í heiminum sem íslendingar búast ekki við að gerist hér, það er hluti af sjálfsmynd okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Þingpallarnir opnir eins og aðra daga

Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf.

Innlent
Fréttamynd

Með hjartað á réttum stað

Það er óhætt að segja að útlendingamál hafa farið mikinn í samfélagsumræðunni á undanförnum vikum. Mismunandi sjónarmið, áherslur og skoðanir hafa átt sér stað, sem er ekki óeðlilegt í lýðræðissamfélagi. Við megum vera ósammála og við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna um málefni líðandi stundar.

Skoðun
Fréttamynd

Berg­þór stríðir Sam­fylkingunni

Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið.

Innlent
Fréttamynd

Hverjir hafa verið að koma og hverjir eiga að fá að vera?

Umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi fjölgaði gríðarlega árin 2022 og 2023, ekki síst vegna umsókna einstaklinga frá Úkraínu og Venesúela. Ef þessi tvö ár eru tekin út fyrir sviga hafa hins vegar litlar breytingar orðið á fjölda umsókna síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

„Mér brá auð­vitað við þegar þetta kom upp“

Birgir Ármansson, forseti Alþingis, segir tilefni til þess að skoða og endurmeta öryggismál á Alþingi í kjölfar atviks sem átti sér stað í dag þar sem lögregla og þingverðir þurftu að fjarlægja mann af þingpöllum Alþingis sem steig yfir handriði þeirra og öskraði að þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi óttast púður­tunnu rasismans

Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legar breytingar á út­lendinga­lögum

Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum vegna hraðrar fjölgunar umsókna um alþjóðlega vernd. Umsóknum hefur fjölgað um 3700% á rúmum áratug og hafa valdið umtalsverðum kostnaði fyrir ríkið, eða um 20 milljörðum króna árið 2023, auk álags á alla okkar innviði.

Skoðun
Fréttamynd

Við og þau

Má maður ekki tala um útlendinga án þess að vera kallaður rasisti?

Skoðun
Fréttamynd

Rasískar ís­lenskar ömmur til­efni til að hafa á­hyggjur

Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari segir ekkert nýtt að sjá fúla afa tjá sig með rasískum hætti á vefmiðlum. En þegar hann sé farinn að verða jafn var við rasískar ömmur, sömu ömmur og samélagið hangir að stóru leyti saman á, er hann orðinn áhyggjufullur. Það slær hann.

Innlent
Fréttamynd

Vonin við enda regn­bogans

Samtökin ’78 þjónusta milli 60-70 einstaklinga sem leita að alþjóðlegri vernd á Íslandi eða hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Okkar fólk er mislangt komið í ferlinu. Sum þeirra eru nýkomin til landsins, önnur hafa verið lengi, sum hafa fengið sjálfkrafa viðbótarvernd og önnur dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Öll bera þau þá von í brjósti að geta lifað lífinu sem þau sjálf.

Skoðun
Fréttamynd

Fór huldu höfði á landinu í sam­tals tvö ár

Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Opin landa­mæri

Málefni flóttafólks á Íslandi eru í grunninn frekar einföld, þrátt fyrir tilraunir ýmissa afla til að þyrla upp ryki með ósannindum og upplýsingaóreiðu. Hér verður gerð ein tilraun af mörgum til þess að leiðrétta þrálátar staðreyndavillur í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Út­lendinga­mál í ó­lestri

Það hefur lengi verið vitað að útlendingamálin í Reykjanesbæ eru í algjörum ólestri. Samkvæmt nýjustu tölum, sem komu fram vegna fyrirspurnar minnar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, kemur í ljós að í Reykjanesbæ dvelja samtals 1.383 hælisleitendur og flóttamenn.

Skoðun
Fréttamynd

Tæki­færi til að gera betur öllum til hags­bóta

Málefni fólks af erlendum uppruna hefur mikið verið til umræðu undanfarið. Umræðan er tímabær. Á sama tíma er mikilvægt að hún sé málefnaleg og mildi ríki í garð þeirra sem koma til Íslands af mismunandi ástæðum til varanlegrar eða tímabundinnar búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Hraðinn á fólks­fjölguninni valdi vaxtaverkjum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist hafa verulegar áhyggjur af því að stéttaskipting og ójöfnuður festist í sessi í íslensku samfélagi þegar að komi að innflytjendum. Hann telur innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á landi síðustu ár

Innlent
Fréttamynd

Þegar óttinn ræður för

Það er mannlegt að óttast hið óþekkta. Fordómar gegn hinu óþekkta eru líka algeng og skiljanleg viðbrögð við þessum ótta en við megum ekki leyfa þeim að stjórna okkur. Við megum ekki leyfa fordómunum að varða veg mikilvægra ákvarðana því þeir byggja eðli málsins samkvæmt ekki á raunveruleikanum og staðreyndum heldur þessum tiltekna ótta við hið óþekkta.

Skoðun