Keflavíkurflugvöllur

Fréttamynd

Sumarflug á fimmtu­dögum til Tallinn

Lettneska flugfélagið airBaltic hefur bætt Tallinn í Eistlandi við sem nýjum áfangastað á áætlun sinni frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar. Flogið verður vikulega á fimmtudögum milli KEF og Tallin. Fyrsta flug til Keflavíkurflugvallar verður 14. maí 2025. Þetta er annar áfangstaður félagsins frá KEF, en áður hefur airBaltic flogið frá Riga í Lettlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar við tölum um ís­lenskt flugævintýri þá er það í dag

„Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september.

Innlent
Fréttamynd

Gripu í taumana og vísa mun fleiri frá landa­mærunum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þann árangur sem náðst hefur í frávísun brotamanna frá landinu fyrst og fremst frumkvæðisathugunum lögreglu og tollvarða á Keflavíkurflugvelli að þakka. Eftirlit ýmissa þjóða á innri landamærum Schengen sé ekki merkilegt.

Innlent
Fréttamynd

Her­sveitir, her­skip og flug­vélar á sveimi við Ís­land næstu daga

Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar tala út og suður um útlendingamál

Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Rauðu örvarnar koma síð­degis til Kefla­víkur

Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örvarnar, er væntanleg til Keflavíkurflugvallar síðdegis. Utanríkisráðuneytið segir núna að vegna flugskilyrða frá Bretlandi sé mjög ólíklegt að um verði að ræða eiginlega flugsýningu við komu sveitarinnar til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Rauðu örvarnar leika listir sínar á Ís­landi

Rauðu örvarnar, listflugsveit breska flughersins, hefur viðdvöl á Íslandi um helgina á leið sinni vestur yfir Atlantshaf. Áformað er að sveitin leiki listir sínar yfir Keflavíkurflugvelli síðdegis á laugardag, þótt flugsýning hérlendis sé ekki á formlegri dagskrá sveitarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Margt enn á huldu um sprenginguna á flug­vellinum

Rannsókn á lítilli sprengju sem sprakk á Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn síðastliðinn heldur áfram og málið er enn óupplýst. Ekki er vitað með hvaða tilgangi sprengjunni var komið fyrir né hver beri ábyrgð á henni.

Innlent
Fréttamynd

Tækni­legir örðug­leikar til skoðunar á Kefla­víkur­flug­velli

Tæknilegra örðugleika sem hafa valdið því að flugvélar hafi verið kyrrsettar um allan heim gætir einnig á Keflavíkurflugvelli. Flugferðum hefur verið frestað og aflýst í Sydney, Edinborg, Amsterdam og um öll Bandaríkin. Ekki liggur fyrir hversu víðtækur vandinn er og enn sem komið er hefur engum flugferðum verið aflýst til og frá Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún boðar lokuð bú­setu­úr­ræði strax í haust

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­stæði við Kefla­víkur­flug­völl að fyllast

Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður.

Innlent
Fréttamynd

Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl

Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið.

Innlent
Fréttamynd

Gekk í tvo tíma að flug­vellinum til að komast hjá leigubílagjaldi

Ástralskur ferðalangur sem heimsótti Ísland nýlega vekur athygli á því að engar almenningssamgöngur ganga frá Reykjanesbæ að Keflavíkurflugvelli á næturnar og þar af leiðandi hafi hún ákveðið að ganga á flugvöllinn, þar sem hún átti bókað morgunflug, í stað þess að borga fyrir leigubíl. 

Lífið
Fréttamynd

Apollo-geimfarinn sem laumaði ís­lenskum peningi til tunglsins

„Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri far­þegar og betri nýting

Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein og hálf milljón far­þega á fyrstu fimm mánuðum ársins

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi.

Viðskipti innlent