Skattar og tollar

Fréttamynd

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blómstrið er dýrt eða ekki til – á ábyrgð stjórnvalda

„... og blómstrið það á þrótt / að veita vor og yndi / um vetrar miðja nótt,“ segir í jólasálmi Matthíasar Jochumssonar. Sjálfsagt eru fleiri en greinarhöfundur sem finnst gaman að lífga upp á skammdegið með nýskornum jólatúlipönum. Nú bregður hins vegar svo við að sáralítið af innlendum túlipönum sést í verzlunum þótt komið sé fram í miðjan desember.

Skoðun
Fréttamynd

Má gagnrýna Skattinn?

Það gefur auga leið að ef skattborgarar og ráðgjafar þeirra beita öðrum lögskýringarsjónarmiðum en kann að tíðkast hjá Skattinum þá er eitthvað að. Fjöldi deilumála og kröfur um réttaröryggi á þessu sviði leiða til þess að það þarf að athuga hvort kenning um mismunandi viðhorf til lögskýringa sé mögulega rétt og hvort það kunni að vera skýring á fjölda dómsmála sem snúast fyrst og fremst um lögskýringar í skattarétti.

Umræðan
Fréttamynd

Nei, veiði­gjöld eru ekki að hækka!

Ríkisstjórnin eru ekki að hækka veiðigjöld þó annað megi lesa úr umræðunni. Bara alls ekki og þvert á móti. Þau eru að bæta stöðu fjárlaga fyrir næsta ár með því fresta lækkun veiðigjalda og dreifa henni á næstu 5 ár þar á eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Marg­dæmdum skatt­svikara gert að greiða 130 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðborg hárra skatta

Fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir næsta ár líta dagsins ljós ein af annarri þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu er mikill meirihluti allra fyrirtækja í landinu rekinn og atvinnurekendur fylgjast af miklum áhuga með tillögum um skatta á atvinnuhúsnæði, sem sveitarfélögin hyggjast leggja á.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið sýknað á ný af milljóna­kröfu Sigurðar G.

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið á ný í lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms að öðru leyti en um málskostnað og féll hann niður á báðum dómstigum.

Innlent
Fréttamynd

Hvað næst? Sykur­skattur?

Fyrirætlanir stjórnvalda um veggjöld fela einfaldlega í sér skattahækkun. Bifreiðaeigendum, sem þegar eru að greiða háar fjárhæðir til hins opinbera vegna bifreiða sinna, verður þannig gert að greiða enn meira með þeim rökum að eigendur annarra bifreiða séu ekki lengur að gera það. Skilaboðin til þeirra eru þau að vilji þeir losna við þessa auknu skattheimtu geti þeir einfaldlega bara keypt sér öðruvísi bifreiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun
Fréttamynd

Þreyttur á argaþrasi um sjávarútveg

Hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir hefur ekki verið hærri um árabil en arðgreiðslur námu næstum tuttugu milljörðum króna í fyrra. Veiðigjöldin voru hins vegar lægri en fyrir þremur árum. Forstjóri Samherja segir þreytandi að hlusta á eilífar deilur um veiðigjöld. Þau eigi að vera hófleg.

Innlent
Fréttamynd

Dráttar­véla­mót­mæli gegn ropskatti á bú­fénað

Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.

Erlent
Fréttamynd

Spáir snöggri lækkun á fasteignaverði

Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár alþjóðlegra fjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga að skattleggja beljurop

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Erlent
Fréttamynd

Sam­stöðu­að­gerðir vegna verð­bólgu og vaxta­hækkana

Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera.

Skoðun
Fréttamynd

Takk fyrir ekkert

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2023. Það er með ólíkindum að hæstu áfengisskattar í Evrópu dugi ekki sitjandi ríkisstjórn, sem í orði kveðst styðja atvinnulífið í allri sinni fjölbreytni. 

Skoðun