Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar 23. nóvember 2024 08:32 Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Tónhöfundar eru möguleg fórnarlömb þeirra stjórnmálaflokka sem sjá atvinnulífinu í landinu allt til foráttu þegar því gengur vel og skilar afgangi á rekstri sínum. Það er allt í einu orðið glæpur að leggja á sig mikla vinnu, vera skapandi og leggja allt undir, sparifé sitt og dýrmætan tíma til að skapa hugverk eða vöru sem býr svo til verðmæti í íslensku samfélagi, bæði eiginlega og andlega. Arður af sjálfstæðum rekstri er ekkert annað en ávöxtun af þeim verðmætum sem fólk ákveður að verja til sköpunar á vöru á þjónustu, sem skapar svo aftur aukin gæði fyrir hinn almenna borgara. Hækkun á fjármagnstekjuskatti er ekkert annað en bein tekjuskattshækkun á duglegt fólk og getur því dregið úr hvata til að skapa eitthvað gott fyrir okkur hin, þar sem fyrirséð er að ríkið fái 25% af ávinningnum eftir að búið er að greiða tekjuskatt af reiknuðu endurgjaldi og önnur gjöld, sem og kostnað sem fylgir rekstrinum. Talsmenn skattahækkana láta að því liggja að skapandi og duglegt fólk, sem er sjálfstætt starfandi eða með lítil fyrirtæki, hafi rangt við og tala skattaglaðir frambjóðendur um að loka þurfi „EHF-gatinu“, sem þeir kalla svo. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi fólks og lítilla og meðalstórra fyrirtækja það besta í heimi. Við viljum hafa rekstrarumhverfi þeirra hvetjandi, þannig að þau fái fullt frelsi til sköpunar verðmæta fyrir okkur hin og fái sjálf að njóta árangur erfiðisins, sem oftar en ekki er nýtt til frekari nýsköpunar og þróunar í þeirra rekstri. Þetta sýndum við í verki þegar við breyttum skattalögum á þann veg að tónhöfundar og aðrir rétthafar hættu að greiða tekjuskatt af tekjum hugverka sinna og fóru þess í stað að greiða fjármagnstekjuskatt, enda eru höfundaréttartekjur í eðli sínu leigutekjur. Þannig lækkaði skatthlutfallið úr 36% í 22%. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vilja stuðla að blómlegu atvinnulífi og halda áfram að skapa nýsköpunarlandið Ísland erum við m.a. að hugsa til fólks í hugverkabransanum. Það ætlum við að gera með því að: Einfalda regluverk og ryðja hindrunum úr vegi einstaklinga og fyrirtækja. Tryggja áfram samkeppnishæfni nýsköpunarfyrirtækja með hagfelldu skattaumhverfi. Styrkja stoðir menningar og skapandi greina og byggja enn frekar undir nýtingu íslensks hugvits. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við skapandi og skemmtilegt fólk, sem er uppfullt af hugmyndum og krafti til að gera samfélagið okkar betra, um leið og þau skapa sér og fjölskyldu sinni lífsviðurværi. Ég kýs skapandi skattalækkanir í stað skapandi skattlagningar. Gerum Ísland best í heimi fyrir okkur öll. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í Suðurkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun