Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 20. nóvember 2024 07:02 Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er erfðafjárskattur ekki ósanngjörn tvískattlagning? Fólk sem búið er að afla sér tekna og greiða af þeim skatt vill að þær nýtist börnunum sínum en þá kemur skatturinn með enn meiri og ósanngjarnan skatt. Þetta viðhorf ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að herja á með kosningaáherslunni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Hér er þó í reynd verið að slá ryki í augun á millistéttarfólki. Gefa þeim smá mylsnu en virkilega aðstoða stóreignafólk. Hjá millistéttarfólki er erfðafé að miklu leiti bundið í heimili viðkomandi, þ.e. fasteign. Eftir því sem fólk verður efnaðara aukast líkurnar á því að eignir þeirra séu bundnar í fjölbreyttara eignasafni og innihaldi ýmis verðbréf. Verðmæti þessara eigna kunna að hafa aukist, oft á tíðum verulega, frá því að einstaklingur eignast þær og þar til þær erfast án þess að nokkurntímann hafi verið greiddur fjármagnstekjuskattur af virðisaukningunni[1]. Þannig er erfðafjárskatturinn fyrsta skattlagning þess látna af stórum hluta þessara eigna ef hann var eignamikill og því mun helmingun erfðafjárskattsins veit erfingjum hans meiriháttar skattaafslátt[2]. Nær væri að breyta eingöngu frítekjumörkunum ef hugsa á um meðalmanninn, lækkun skattprósentunnar sjálfrar gagnast þeim efnameiri langt um meira en meginþorra almennings. Höfundur er áhugamaður um skattkerfi. [1] Verðmat fyrirtækja í atvinnurekstri hefur gjarnan veikt samband við greiddan skatt í rekstrinum og því mikilvægt að árétta að ekki er hægt að fullyrða að verðmæta aukning slíkra eigna sé þegar skattlögð. [2] Nú benda eflaust e-h á að efnafólk flytur einfaldlega tímabundið erlendis til að komast hjá skattlagningunin hvort eð er. En það er einnig mannanna verk en ekki lögmál að hafa svo glopótt lög.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun