Verkföll 2019

Fréttamynd

Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi

Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum.

Innlent
Fréttamynd

Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans

Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson.

Innlent
Fréttamynd

Kjarasamningar undirritaðir

Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Vilja ekki fara sér óðslega

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins.

Innlent
Fréttamynd

Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur

Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Innlent
Fréttamynd

Skrifa undir samninginn síðdegis

Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ræða verðtryggingu, vexti og skatta

Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.

Innlent