Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Mikil andstaða við þvinganir

Andstaða við sameiningaráform Sigurðar Inga Jóhannssonar er mikil innan lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni. Oddviti Skorradalshrepps segir stóru sveitarfélögin alls ekki betur rekin en þau minni.  

Innlent
Fréttamynd

Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram

Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram

Innlent
Fréttamynd

Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Innlent
Fréttamynd

Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar

Ef tillaga sveitarstjórnarráðherra um sameiningarstyrki til sveitarfélaga gengur eftir gæti orðið til væn gulrót. Markmiðið er að fækka sveitarfélögum og efla þau í að sinna skyldum sínum. Árneshreppur, 40 manna sveitarfélag, fengi 109 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í pottinum eru um 19 milljarðar.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í átök borgar og landsbyggðar

Samgöngumál, veggjöld, landbúnaðarmál, sameiningar sveitarfélaga. Stærstu mál nýhafins þings eru þekkt átakamál byggðapólitíkur hér á landi. Fréttablaðið ræddi við formenn fastanefnda Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Styðja sameiningu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi í dag að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Sérstök regla um álag hækkar laun borgarfulltrúa verulega

Dæmi eru um að laun borgarfulltrúa í Reykjavík hafi hækkað um rúmlega 20 prósent á um sjö mánaða tímabili. Ástæða hækkana hrókeringar á embættum innan stjórnkerfisins sem og þóknanir vegna sérstakrar reglu um að seta í þremur fastanefndum veiti rétt á 200 þúsund króna álagsgreiðslu á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Sameiningarmál verða mjög fyrirferðarmikil á aukaþingi

Á morgun fer fram sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fjallað verður um stefnumörkun stjórnvalda í málefnum sveitarfélaga. Formaður sambandsins á von á hreinskiptnum og góðum umræðum en segist skilja að skiptar skoðanir séu meðal sveitarstjórnarfólks um sameiningar.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar eigi að ráða sameiningu

Oddvitar fimm fámennustu sveitarfélaga landsins eru á einu máli um að hugsanleg ákvörðun um sameiningu sveitarfélaga eigi að vera í höndum íbúanna. Í þessum sveitarfélögum er fjöldi íbúa 40 til 74.

Innlent