Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Tómas Ellert Tómasson skrifar 28. mars 2022 12:00 Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Lagasetningarnar eru eftirfarandi: Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Lög um Barna- og fjölskyldustofu Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála Breytingar á lögum um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Víðtæk sátt er um þá stefnu sem mörkuð er með ofangreindum samþykktum Alþingis, bæði í þjóðfélaginu og einnig meðal starfsfólks sem starfar við félagsþjónustu og barnavernd. Fyrir þetta hafa ráðherrar og þingmenn sem hlut eiga að málum hlotið mikið lof. Á kostnað hverra skyldi það nú vera? Hver á að borga? Ríkissjóður ætlar 1.100mkr í verkefnin á ári í þrjú ár. Vissulega er umfang verkefnisins óþekkt en flestir sem starfa að þessum málefnum sjá að þetta er allt of lítið fjármagn. Sveitarfélögin, sem nú þegar hafa ekki næga tekjustofna til að sinna öllum þeim velferðarverkefnum sem Alþingi telur sjálfsögð, eiga að kosta afganginn og er gert skylt að nota smáforrit sem á eftir að þróa og smíða, að öðrum kosti fást ekki greiðslur vegna kostnaðarins við innleiðingu og rekstur verkefnisins. Um fjármögnun þjónustunnar frá ríkissjóði segir: „Vegna óvissu sem er um kostnað vegna frumvarpsins og ávinning þess til skemmri tíma er lagt til að ráðstöfun fjármuna í Jöfnunarsjóð verði bundin við innleiðingartímabilið en að því loknu fari fram endurmat verkefnisins með tilliti til fjárþarfa sveitarfélaga. Til að styðja við það er gert ráð fyrir að samhliða innleiðingu frumvarpsins verði settir skýrir árangursmælikvarðar og gert reglulegt árangursmat með endurmati á fjármagnsþörf í lok innleiðingartímabilsins árið 2024. Árlegur kostnaður við þjónustuna verði skráður með samræmdum hætti og verkefnið gert árlega upp“. Hvað svo? Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Lögð verður áhersla á uppbyggingu sjálfbærra og öflugra sveitarfélaga sem hafa burði til að standa undir þeirri þjónustu sem íbúar hafa rétt á“. Nú eru að renna tvær grímur á sveitarstjórnarfólk vegna innleiðingar nýju laganna. Ljóst er að umfang og kostnaður við innleiðingu þeirra er mun meiri en ríkisvaldið lagði upp með. Það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að það gerist, að nægt fé fylgi ekki verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að sinna. Og verkefnið sem barnamálaráðherra ætlar sveitarfélögunum að sinna hefur nú þegar kostað sveitarfélögin umtalsverða fjármuni án þess að fé fylgi. Svf. Árborg er sem dæmi ætlaðar 30mkr úr þessum 1.100mkr potti á þessu ári. Greiðslur hafa enn ekki borist og sveitarfélagið hefur nú þegar kostað mun meira til við verkefnið. Svf. Árborg er ekkert einsdæmi. Innleiðing laganna hefur sýnt sig strax í upphafi að vera flókið verkefni að leysa og starfsmenn sveitarfélaganna hringinn í kringum landið, allt of margir dýrir sérfræðingar og launaðir ráðgjafar landshluta hafa verið að klóra sér í kollinum yfir því hvernig beri að leysa verkefnið og koma til framkvæmdar. Það er fyrirséð að þetta verkefni, eins fallegt og nauðsynlegt það nú er fyrir farsæld barnanna okkar, er langt frá því að vera full fjármagnað sem þýðir að allur umframkostnaðurinn af verkefninu og innleiðingu þess lendir á sveitarfélögunum. Það er ósanngjarnt og er óheiðarleg nálgun á annars fallegu verkefni þar sem okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegnar, börnin, eiga í hlut. Ef orðum eiga ekki að fylgja efndir í þessum málum þá er það beinlínis ljótur leikur að slá sig pólitískt til riddara með slíkri lagasetningu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti. Tómas Ellert Tómasson M-lista, formaður bæjarráðs í Svf. Árborg.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun