Dómstólar

Fréttamynd

Skellur frá Strassborg

Allar greinar ríkisvaldsins fá bágt fyrir aðdraganda og eftirmál skipunar dómara við Landsrétt í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt

Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Innlent
Fréttamynd

Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt

Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta á eftir að reynast okkur dýrt“

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður telur það afar ólíklegt að Landsréttardómararnir fjórir, sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipaði í Landsrétt þvert á tillögur hæfnisnefndar, taki aftur þátt í dómsuppkvaðningu í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður ætlar ekki að segja af sér

Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE

Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttarmál í Strassborg í dag

Dómur verður kveðinn upp í Mannréttindadómstól Evrópu í dag vegna máls íslensks manns sem dæmdur var fyrir umferðarlagabrot í Hæstarétti og vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur til að dæma í málinu í Landsrétti.

Innlent