Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 12:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00