Erlendar

Fréttamynd

Getum vel unnið án Messi og Eto´o

Ludovic Giuly, franski sóknarmaðurinn hjá Barcelona, segir að liðið þurfi ekki á auknum liðsstyrk að halda þótt að Lionel Messi og Samuel Eto´o séu frá næstu vikur vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi hefði átt að fara í aðgerð í sumar

Læknir argentínska landsliðsins í fótbolta segir nýlegt ristarbrot Lionel Messi ekki hafa komið sér á óvart þar sem hann hefði verið mjög tæpur í fætinum síðustu mánuði. Læknirinn segir Barcelona hafa hunsað ráð sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Federer hafði betur í uppgjöri

Svisslendingurinn Roger Federer sigraði Rafael Nadal frá Spáni í uppgjöri tveggja bestu tennisspilara heims á Meistaramótinu í Shanghai í dag. Federer sigraði í tveimur lotum, 6-4 og 7-5, og tryggði sér þannig sæti í úrslitum mótsins fjórða árið í röð.

Sport
Fréttamynd

Hermann og Ívar byrja - Brynjar á bekknum

Þrír Íslendingar eru í eldlínunni í leik Reading og Charlton í ensku úrvalsdeildinni sem er nýhafinn. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson er á bekknum. Hjá Charlton er Hermann Hreiðarsson í byrjunarliðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fulham steinlá gegn Manchester City

Heiðar Helguson og félagar hans í Fulham réðu ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Manchester í dag og töpuðu 3-1 fyrir heimamönnum í City. Heiðar kom inn á í hálfleik og lagði upp mark Fulham.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gallas nýtur hverrar mínútu

Franski varnarmaðurinn William Gallas er hæsta ánægður í herbúðum Arsenal og segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Chelsea í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wenger leggur áherslu á stöðugleika

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Wenger og Ferguson minnast Puskas

Margir aðilar innan knattspyrnuheimsins hafa vottað Ferenc Puskas virðingu sína í dag, en þessi fyrrum ungverski landsliðsmaður, oft talinn einn besti leikmaður sögunnar, lést sem kunnugt er á föstudag. Alex Ferguson og Arsene Wenger hafa nú tjáð sig um Puskas.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro verður valinn bestur

Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro verður valinn leikmaður ársins af franska fótboltatímaritinu France Football, að því er Ramon Calderon, forseti Real Madrid, heldur fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Becks stakk af í brúðkaup Cruise

David Beckham er sagður vera kominn í ónáð hjá þjálfara sínum hjá Real Madrid, Fabio Capello, fyrir að mæta í brúðkaup kvikmyndaleikarans Tom Cruise.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson skammar enska fjölmiðla

Alex Ferguson hefur komið fyrrum aðstoðarmanni sínum hjá Man. Utd. Og núverandi landsliðsþjálfara Englendinga, Steve McLaren, til varnar. Hann segir McLaren fá ósanngjarna meðferð hjá fjölmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utah heldur sínu striki

Utah Jazz hélt áfram á sigurbraut sinni í NBA-deildinni og í nótt sigraði liðið Seattle á útivelli, 118-109. Utah er með besta vinningshlutfallið í deildinni; hefur unnið átta af níu leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaquille O´Neal þarf í aðgerð

NBA meistarar Miami Heat verða án miðherja síns Shaquille O´Neal næstu 4-6 vikurnar eftir að læknar liðsins tilkynntu í kvöld að hann þyrfti í uppskurð vegna hnémeiðsla. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir meistarana, sem hafa ekki byrjað leiktíðina með neinum glæsibrag.

Körfubolti
Fréttamynd

Henry á að fá Gullknöttinn

Arsene Wenger segir að Thierry Henry sé að sínu mati verðugasti leikmaðurinn til að verða sæmdur Gullknettinum sem besti knattspyrnumaður Evrópu, en Henry hefur ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar undanfarin ár þrátt fyrir frábær tilþrif.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cleveland - Minnesota í beinni í nótt

Leikur Cleveland Cavaliers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV á Fjölvarpinu í kvöld og hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti. Cleveland er í efsta sæti Austurdeildarinnar og hefur farið ágætlega af stað, en Minnesota er í miklu basli í Vesturdeildinni og á von á erfiðum leik gegn LeBron James og félögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Calzaghe hnefaleikari ársins í Bretlandi

Heimsmeistarinn Joe Calzaghe var í dag útnefndur hnefaleikari ársins á Bretlandseyjum. Calzaghe, sem kemur frá Wales, var fyrirfram álitinn sigurstranglegur að þessu sinni, ekki síst eftir að hann tryggði sér WBO og IBF meistaratitilinn með sigri á Bandaríkjamanninum Jeff Lacy í mars.

Sport
Fréttamynd

Rustu frá keppni í sex mánuði

Rustu Recber, markvörður Fenerbahce og landsliðsmarkvörður Tyrkja, verður frá keppni í um hálft ár eftir að hafa meiðst illa á hné í landsleiknum við Ítali í vikunni. Rustu er 33 ára gamall og það kemur væntanlega í hlut lærisveins hans hjá Fenerbahce - Volkan Demirel - að taka stöðu hans á báðum vígstöðvum.

Fótbolti
Fréttamynd

Grönholm í forystu á Nýja-Sjálandi

Finnski ökuþórinn Marcus Grönholm hafði örugga forystu eftir fyrsta keppnisdaginn í rallinu á Nýja-Sjálandi, en hann hafði 31 sekúndna forystu á landa sinn Mikka Hirvonen eftir að hann vann fimm sérleiðir í dag. Finnarnir tveir geta komið liði Ford í góða stöðu í keppni bílframleiðenda ef svo fer sem horfir, en Ford hefur sem stendur 16 stiga forskot á lið Citroen.

Sport
Fréttamynd

Giggs verður klókari með árunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir Ryan Giggs hafa breytt leik sínum nokkuð með árunum og nýti sér í síauknum mæli klókindi sín á knattspyrnuvellinum. Giggs er að verða 33 ára gamall, en hefur verið í fantaformi með liðinu í vetur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Niðurstöðu að vænta á miðvikudag

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough fær að vita það á mánudaginn hvort knattspyrnustjóranum Gareth Southgate verði veitt undanþága til að stýra liðinu út leiktíðina án þess að hafa til þess full réttindi. Southgate tók við liðinu í kjölfar þess að Steve McClaren var fenginn til að taka við enska landsliðinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tyson á leið í vændi

Fyrrum heimsmeistarinn í þungavigt, Mike Tyson, er nú sagður ætla að ráða sig í vinnu á "Folabýli" sem fyrirhugað er að reisa í grennd við Las Vegas í Nevada. Þar ætlar hin goðsagnakennda pútumamma Hedi Fleiss að ráða nokkra fola sem eru tilbúnir að gefa sig konum fyrir rétt verð og ætlar hún hnefaleikaranum fyrrverandi að vera þar í aðalhlutverki.

Sport
Fréttamynd

Hugo Sanchez tekinn við landsliði Mexíkó

Mexíkóska knattspyrnugoðsögnin Hugo Sanchez hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkóa eftir að Ricardo La Volpe sagði af sér eftir HM í sumar. Sanchez er almennt álitinn besti knattspyrnumaður í sögu Mexíkó og skoraði 164 mörk í 240 leikjum fyrir Real Madrid á níunda áratugnum - þegar liðið vann m.a. fimm meistaratitla í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Gilberto farinn til Brasilíu

Arsenal verður án þeirra Gilberto og Freddie Ljungberg í leiknum gegn Newcastle um helgina. Gilberto er farinn til heimalands síns Brasilíu vegna veikinda í fjölskyldunni, en Ljungberg er enn meiddur á kálfa. Julio Baptista og Jens Lehmann verða þó klárir í slaginn, en Tomas Rosicky verður ekki klár fyrr en eftir um viku og Abou Diaby og Lauren eiga enn langt í land með að ná sér af sínum meiðslum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Webber ósáttur við hlutskipti sitt

Framherjinn Chris Webber hjá Philadelphia 76ers hefur farið fram á fund með eiganda liðsins og lýst yfir óánægju sinni með það hvað hann fær lítið að spila. Webber skoraði aðeins 6 stig á 23 mínútum í síðasta leik með liði sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

Wenger íhugar að hvíla Henry

Arsene Wenger segir að til greina komi að framherjinn Thierry Henry verði hvíldur um helgina þegar Arsenal tekur á móti Newcastle. Wenger var ekki sáttur við að Raymond Domenech skildi ákveða að láta þá Henry og William Gallas spila allar 90 mínúturnar með franska landsliðinu í vináttuleik við Grikki í vikunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ferguson vill hjálpa McClaren

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki verið þekktur fyrir að rétta landsliðsþjálfurum Englands hjálparhönd í gegn um tíðina. Öðru máli virðist gegna um fyrrum aðstoðarmann hans og núverandi landsliðsþjálfara, Steve McClaren.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho vill fá Lampard til Barcelona

Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist ólmur vilja fá enska landsliðsmanninn Frank Lampard til Katalóníu. Lampard skoraði frábært mark í viðureign Chelsea og Barcelona á Nou Camp fyrir skömmu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nadal mætir Federer í undanúrslitum

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í undanúrslitunum á meistaramótinu í Shanghai þegar hann lagði Nikolay Davydenko 5-7, 6-4 og 6-4. Nadal mætir Roger Federer í undanúrslitunum, en í hinni viðureigninni í undanúrslitunum eigast við James Blake og David Nalbandian.

Sport
Fréttamynd

Kiraly til West Ham

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fengið markvörðinn Gabor Kiraly til sína að láni í tvær vikur, en þetta kemur nokkuð á óvart þar sem West Ham þótti nokkuð vel sett með þá markverði sem fyrir eru hjá félaginu. Kiraly er þrítugur landsliðsmarkvörður Ungverja og gekk í raðir Crystal Palace árið 2004.

Enski boltinn