
Þingvellir

Taka við veitinga- og verslunarrekstri á Þingvöllum
Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjónustumiðstöðinni á Leirum og einnig Gestastofu sem er staðsett rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá.

Kynnti fyrstu fjóra fyrirmyndaráfangastaðina á Íslandi
Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu.

Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði í gegnum Airbnb
Þingvallanefnd hefur ákveðið að bannað verði að leigja út sumarbústaði sem eru í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leigur. Nefndin samþykkti að slíkt ákvæði færi inn í lóðaleigusamninga á fundi í desember. Ákvæðið gildir til næstu tíu ára.

Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum
Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum.

Uppsagnir á Þingvöllum
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar.

Þrjátíu punda náttúrulausir urriðar á Þingvöllum
Fjöldi fólks lagði leið sína á Þingvelli um helgina til að fylgjast með urriðanum, sem er að ganga upp í Öxará. Össur Skarphéðinsson, doktor í fiskeldi var einn af þeim, sem mætti á staðinn til að fylgjast með fiskunum.

Kuldamet líklega slegið á Þingvöllum í nótt
Líklegt er að kuldamet í september hafi verið slegið á Þingvöllum þegar hitamælir í þjónustumiðstöðinni í þjóðgarðinum sýndi -9,5°C frost í nótt. Veðurfræðingur segir að heiðríkja og þurrt loft í háloftunum hafi stuðlað að kuldanum.

YouTube-stjarna birtir köfunarmyndband úr Silfru
YouTube-stjarnan Tom Scott birtir reglulega myndbönd á síðu sinni frá ferðalögum hans um heiminn. Hann var á dögunum staddur hér á landi og kafaði í Silfru við Þingvelli.

Flugslysið ekki tilkynnt fyrr en rúmum fjórum tímum síðar
Ekki var tilkynnt um flugslys lítillar flugvélar á Þingvallavatni í mars síðastliðnum fyrr en um fjögurri og hálfri klukkustund eftir að það varð.

Mesta júlífrost á Þingvöllum í áratug
Hiti á Þingvöllum fór lægst í -1,5 gráður í nótt.

Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra
Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum.

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum
Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn
Vorið var frekar kalt á landinu og það hafði þau áhrif að bleikjan við Þingvallavatn hefur verið heldur seinna á ferðinni en veiðimenn eiga að venjast.

Sjö starfsmönnum á Þingvöllum sagt upp
Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum.

Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld.

Tíndu rusl úr Silfru
Nú stendur til að hópur kafara tíni rusl úr ströndum og vötnum suðvesturhorns landsins á næstu vikum.

Hafa sett mörg verkefni á ís
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa.

Staðan eftir gos í Eyjafjallajökli líkust núverandi ástandi
Aðstæður á Þingvöllum eru óvenjulegar og jafnvel súrrealískar að mati þjóðgarðsvarðar. Ástandið líkist einna helst stöðunni eftir gos Eyjafjallajökuls.

Reyndi að ná peningum upp úr Peningagjá
Mjög fáir gestir hafa lagt leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum að undanförnu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Íslendingur var þó gómaður við það í síðustu viku að reyna að ná peningum upp úr Peningagjá.

Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl
Þó svo að fyrstu vötnin hafi þegar opnað fyrir veiði eru ekki margir farnir að kíkja í þau og ástæðan er bara sú að mörg þeirra eru ennþá ísilögð.

Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu
Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni

Sýnir frá tíu myndrænustu stöðum Suðurlands
Á YouTube-síðunni Get Lost with Brooks er fylgst með Brooks sjálfum á ferðalagi um heiminn.

Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð í gær.

Hífðu flugvélina upp af ísilögðu Þingvallavatni
Flugvélin sem hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í fyrrakvöld var hífð upp af ísnum í morgun.

Flugvél hlekktist á við nauðlendingu á Þingvallavatni
Engan sakaði þegar lítilli flugvél hlekktist á við nauðlendingu á ísilögðu Þingvallavatni í gærkvöldi. Nefhjól vélarinnar brotnaði við lendinguna en flugmaðurinn ákvað að lenda á ísnum vegna vélarbilunar.

Þá var bara mokað þegar sýna þurfti tignum gesti Þingvelli
Þingvallasveit var talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. Og þá var bara mokað ef sýna þurfti tignum gesti Þingvelli.

Páll um bæturnar: „Svo himinhrópandi að þetta tekur eiginlega engu tali“
Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segist skilja reiði fólks varðandi samanburð á bótagreiðslu ríkisins vegna brots á jafnréttislögum annars vegar og dauða ungabarns vegna mistaka hins vegar.

Framkvæmdastjóri Capacent furðar sig á útskýringum Ara Trausta
Starfsmenn Capacent sárir vegna afgreiðslu meirihluta Þingvallanefndar.

Setti traust sitt á Capacent enda blautur á bak við eyrun í opinberum ráðningum
Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir það auðvitað þannig að nefndin beri ábyrgð á því að umsækjandi um stöðu þjóðgarðsvarðar fékk 20 milljóna króna bótagreiðslu frá ríkinu.

Þingvallanefnd hittist til að fara yfir samninginn við Ólínu
Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínar Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018.