Uppsagnir á Þingvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 19:36 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgerðirnar sárar en nauðsynlegar. Vísir/Egill Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira