Uppsagnir á Þingvöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 19:36 Einar Á. E. Sæmundssen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir aðgerðirnar sárar en nauðsynlegar. Vísir/Egill Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er. Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Átta landvörðum og einum verkefnisstjóra hjá Þjóðgarðinum á Þingvöllum var sagt upp í morgun. Tilkynng var um uppsagnirnar á starfsmannafundi í morgun að sögn þjóðgarðsvarðar. Algjört tekjufall hefur orðið í rekstri þjóðgarðarins í kórónuveirufaraldrinum. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Einar Ásgeir Sæmundsson þjóðgarðsvörður segir um algjört neyðarviðbragð að ræða. Starfsfólkið sé á uppsagnarfresti út janúar og verði efst á lista þegar birta fer til og ráða þarf starfsfólk á ný. „Okkar tekjugrunnur og módel undanfarin ár hefur byggst upp á sértekjum, sem er óvenjulegt hjá stofnunum í ríkiskerfinu.“ Ferðamenn á leið í Silfru í sumar. Vísir/Vilhelm Þjóðgarðurinn fái fast um 127 milljónir króna á fjárlögum. Aukinn ferðamannastraumur undanfarin ár hafi skilað auknum tekjum með bílastæðagjöldum, Silfru og tjaldstæðinu. Þannig hafi verið hægt að fjölga starfsfólki til að geta boðið upp á eðlilega þjónustu á Þingvöllum. Fjöldi ferðamanna hafi verið mikill vetur sem sumar undanfarin ár. Áður en sú aukning varð hafi stór hluti starfsmanna aðeins verið ráðinn yfir sumarið. Hann hafi ekki verið lengi að átta sig á gríðarleg áhrif kórónuveirufaraldursins á reksturinn í mars og apríl. Hann hafi verið í stöðugum samskiptum við umhverfisráðuneytið um úrlausn. Skilaboðin séu skýr sem stendur, ekki fáist meira fjármagn. Það styttist í frost á fróni en ekki er von á ferðamönnum í einhverjum mæli í náinni framtíð.Vísir/Vilhelm „Við fengum smá innspýtingu á þessu ári til að geta verið í rekstri inn í þetta ár,“ segir Einar. Nú sé hann tekjulaus og þjóðgarðinum verði lokað með eitt hundrað milljónir í mínus á árinu. Hann þurfi að reka þjóðgarðinn innan þessa ramma sem honum sé markaður. Því sé ekki um annað að ræða en að fækka starfsfólki. „Við vitum að þegar ferðamenn fara að koma aftur, hvenær sem það verður, þá munum við sjá það skila sér hratt á Þingvelli,“ segir Einar. Fjölmargir skelltu sér á Þingvelli um liðna helgi. Þó ekki næstum jafn margir og á venjulegum degi í ferðamannastrauminum síðustu ár.Vísir/Vilhelm Hann reiknar með að fá fólk snemma á næsta ári í vinnu um helgar og á álagstímum. Svo verði vonandi hægt að ráða fólk aftur í apríl. Þá verði fólk í forgangi sem missi vinnuna nú. Enda standi þau sig vel í vinnu og leiðinlegt að missa þau. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að mikill gestagangur hefði verið á Þingvöllum í blíðviðrinu. Einar segir að fólki komi aðeins um helgar þessa dagana. Ekki sé um neinn ægilegan fjölda að ræða. Þá nefnir hann aðspurður að þjóðgarðurinn verði í góðum málum þrátt fyrir færra starfsfólk, þ.e. á meðan gestakomur séu í lágmarki eins og nú er.
Þingvellir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira