Erlent

Fréttamynd

Skæruliðar láta friðargæsluliða SÞ lausa

Skæruliðar í Afríkuríkinu Kongó létu í morgun lausa tvo nepalska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sem þeir höfðu haft í haldi í mánuð. Fimm friðargæsluliðar eru þó enn í haldi skæruliðanna. Mennirnir sem fengu frelsi í morgun eru við ágæta heilsu.

Erlent
Fréttamynd

Evrópublaðið fundar í dag vegna skýrslu um fangaflugs CIA

Evrópuráðið kemur saman til fundar í dag til að ræða skýrslu rannsóknarnefndar ráðsins um fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Þar verður meðal annars hlýtt á vitnisburð manna sem segjast hafa sætt pyntingum þegar þeir voru í haldi Bandaríkjamanna.

Erlent
Fréttamynd

3 tonn af kókaíni gerð upptæk

Lögreglan í Kólumbíu sýndi fjölmiðlum í gær tæplega þrjú tonn af kókaíni sem hún gerði upptæk á dögunum. Talið er að flytja hafi átt allan farminn til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Olmert fer ekki að kröfum mannræningja

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Raunverulegt sprengiefni

Sænska lögreglan hefur staðfest að efnið sem bundið var um mitti grátandi Norðmanns í Stokkhólmi á sunnudaginn var virkt sprengiefni. Málið þykir allt hið kynlegasta og var Norðmaðurinn, sem er á þrítugsaldri, settur í geðrannsókn eftir að sprengjubeltið var leyst af honum.

Erlent
Fréttamynd

G-8 gagnrýni skort á lýðræði

Mikhaíl Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, hvetur leiðtoga G-8 ríkjanna til að gagnrýna rússnesk stjórnvöld fyrir þá þróun í átt frá lýðræði sem hann segir hafa átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Óvopnaður Íraki myrtur

Tveir hermenn hafa verið ákærðir vegna morðs á óvopnuðum Íraka nálægt borginni Ramadi í febrúar. Þetta upplýsti bandaríski herinn um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Gróðurhúsaáhrifin af mannavöldum

Bandaríska vísindaakademían kynnti fyrir skemmstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem Bandaríkjaþing hafði óskað eftir, sem sýna að hitinn á jörðinni hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti tvö þúsund ár. Hlýnunin undanfarna áratugi á sér engin söguleg fordæmi seinasta árþúsund, að því er fram kemur í niðurstöðunum.

Erlent
Fréttamynd

Pyntingar niðurlægja alla sem láta þær viðgangast

Evrópusambandið hvatti í gær öll ríki til þess að undirrita alþjóðasamning gegn pyntingum. Í yfirlýsingu Evrópusambandsins segir að pyntingar séu ekki aðeins "grimmilegar, ómannúðlegar og niðurlægjandi" fyrir hvern þann sem fyrir þeim verður, heldur einnig fyrir alla sem fremja slíkan verknað og líka fyrir þau samfélög sem "láta sér lynda slíka óhæfu."

Erlent
Fréttamynd

Krefst rannsóknar á morði

Jan Eliasson, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hvetur stjórnvöld í Sómalíu til að rannsaka með hraði morðið á sænska myndatökumanninum Martin Adler. Utanríkisráðherrann fordæmdi morðið og sagði að erlent fjölmiðlafólk væri augu alþjóðasamfélagsins í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Syngur ekki góða spænsku

George W. Bush Bandaríkjaforseti kann ekki nóg í spænsku, að sögn talsmanns hans í Hvíta húsinu. Fyrir vikið getur hann ekki sungið spænsku útgáfuna af bandaríska þjóðsöngnum, sem er kölluð "Nuestro himno." "Forsetinn talar spænsku, en ekki nógu vel," sagði Scott McClellan, talsmaður forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Hafna nýrri stjórnarskrá

Tillögu fyrrverandi ríkisstjórnar Ítalíu að víðtækum stjórnarskrárbreytingum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær og fyrradag.

Erlent
Fréttamynd

Dönsuðu af fögnuði

Forsætisráðherrann Alkatiri lét undan þrýstingi og sagði af sér. Nóbelsverðlaunahafinn Jose Ramos-Horta segir stutt í nýja ríkisstjórn.

Erlent
Fréttamynd

Útilokar með öllu að semja

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, útilokar allar samningaviðræður við herskáa Palestínumenn sem hafa ungan ísraelskan hermann í haldi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Koma upp nýju eldflaugavarnarkerfi

Yfirvöld í Japan og Bandaríkjunum hafa komið sér saman um að setja upp PAC-3 eldflaugar á herstöð Bandaríkjanna á eyjunni Okinawa í Japan. Ákvörðunin var tekin í ljósi meintra tilrauna Norður-Kóreumanna til að skjóta á loft eldflaug í tilraunaskyni.

Erlent
Fréttamynd

Fátæk börn í boltagerð

Alþjóðleg barnaverndarsamtök reyna nú að beina athygli heimsbyggðarinnar frá heimsmeistarakeppninni í fótbolta og að fátækum börnum í Indlandi sem strita við að handsauma boltana við hörmuleg vinnuskilyrði.

Innlent
Fréttamynd

Mona Lisa fær rödd

Síðustu fimm hundruð árin hefur Móna Lísa brosað sínu leyndardómsfulla brosi án þess að mæla orð af munni. Þangað til nú.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjan var ekta

Norðmaðurinn, sem fannst gyrtur sprengjubelti á bílastæði í einu af úthverfum Stokkhólms í gær, kom til Svíþjóðar fyrir helgi til að innheimta fíkniefnaskuld.

Erlent
Fréttamynd

Skæruliðarnir setja fram kröfur

Ísraelsk stjórnvöld undirbúa víðtækar hernaðaraðgerðir gegn palestínskum skæruliðum sem í gær tóku ísraelskan hermann í gíslingu. Þeir segja að engar upplýsingar verði gefnar um afdrif hans fyrr en palestínskar konur og börn verði látin laus úr fangelsum Ísraela

Erlent
Fréttamynd

Tveir drengir særðust í sprengjuárás

Tveir drengir særðust þegar sprengjuárás var gerð á bílalest nálægt bandrískri herstöð í Bagram, norður af Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Að sögn afganskra stjórnvalda var um sjálfsvígssprengjuárás að ræða og árásarmaðurinn sá eini sem lést.

Erlent
Fréttamynd

Alkatiri segir af sér

Miri Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, hefur sagt af sér embætti svo hægt verði að tryggja frið í landinu. Þetta tilkynnti hann óvænt á blaðamannafundi í höfuðborginni Dili í morgun. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið gerður ábyrgur fyrir mannskæðum átökum í landinu síðustu vikur.

Erlent
Fréttamynd

Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað

Ísraelsk stjórnvöld hóta grimmilegum hefndaraðgerðum verði ungur ísraelskur hermaður, sem herskáir Palestínumenn rændu í gær, ekki látinn laus þegar í stað. Spenna hefur magnast við landamærin að Gaza-svæðinu síðasta sólahringinn vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

22 fórust í flóðum á Indónesíu

Að minnsta kosti tuttugu og tveir fórust í flóðum á Indónesíu um liðna helgi en þar hefur rignt töluvert að undanförnu. Rigningartímabil stendur nú yfir og verða þá oft aurskriður og flóð á Indónesíu.

Erlent
Fréttamynd

Gefur 2.800 milljarða til góðgerðarmála

Bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffett, annar ríkasti maður í heimi, hefur ákveðið að gefa jafnvirði rúmlega 2.800 milljarða íslenskra króna til góðgerðarmála. Buffett hefur áður sagt að stærstum hluta auðæfa sinna yrði varið til góðra verka eftir dauða sinn.

Erlent
Fréttamynd

Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum

Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur.

Erlent