Erlent

Fréttamynd

Vísitölur á uppleið á Wall Street

Hlutabréfavísitölur byrjuðu daginn vel á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag en markaðir vestanhafs opnuðu fyrir nokkrum mínútum. Nasdag-hlutabréfavísitalan hækkaði um tæpt prósent en Dow Jones-vísitalan litlu minna. Vísitölur í Evrópu hafa sömuleiðis verið á uppleið í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Legg ég svo á og mæli um

Þýskur maður skilaði egypska sendiráðinu í Berlín útskurðarmynd af egypskum faraó sem fósturfaðir hans stal meðan hann var í heimsókn í Egyptalandi árið 2004. Maðurinn taldi að bölvun faraós hefði fylgt fósturföðurnum til Þýskalands. Þegar þangað kom þjáðist hann af ógleði, lömun, hitasóttum og krabbameini. Hann lést fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

Vill selja forsetagallana á netinu

Fyrrverandi forseti Lettlands Vaira Vike-Freiberga er að hugsa um að selja forsetafötin sín á netinu til þess að endurheimta eitthvað af þeim peningum sem hún varði til þess að líta forsetalega út meðan hún gegndi embættinu. Í viðtali við lettneska útvarpsstöð sagði hún að hún hefði varið öllum launum sínum í föt til þess að vera landi sínu til sóma við opinberar athafnir.

Erlent
Fréttamynd

Slapp lítið slasaður úr flugslysi

Tvítugur Kanadamaður vann frækilegt afrek þegar hann bjargaði Íslendingi og kanadískri konu úr flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Kanada á laugardaginn. Faðir Íslendingsins segir hann hafa sloppið vel. Annar Íslendingur fórst í slysinu en hann flaug flugvélinni.

Erlent
Fréttamynd

Konur hafa bleik gen

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að ást á bleika litnum er í genum kvenna. Anya Hurlbert sem er prófessor við háskólann í Newcastle telur að það megi rekja til aftur til steinaldar þegar mannskepnan lifði á veiðum og tínslu. Karlmennirnir veiddu dýr en konurnar tíndu ávexti og annan jarðargróður í matinn.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar hækka stýrivexti

Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti um 18 punkta í gær með það fyrir augum að draga úr verðbólgu sem hefur ekki verið hærri í áratug. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu. Verðhækkanir á matvælum leiða verðbólguna, ekki síst verð á svínakjöti sem hefur rokið upp um 45 prósent á árinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Minni vindhraði lækkar olíuverð

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Sérfræðingar spá því reyndar að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafi dregist saman í síðustu viku og geti það hækkað verðið á ný.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sveiflukenndur dagur á Wall Street

Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr styrk Deans

Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa.

Erlent
Fréttamynd

Vildi jómfrúrskoðun á þúsundum stúlkna

Hávær mótmæli urðu til þess að héraðsskólameistari í Indónesíu féll frá því að láta skoða þúsundir ungra námsmeyja til þess að gá hvort þær væru óspjallaðar. Meistarinn fékk þessa hugmynd þegar myndir af tveimur nemendum í ástarleik fóru að ganga á milli farsíma. Indónesía er fjölmennasta múslimaríki heims og þar er ætlast til skírlífis kvenna þartil þær giftast.

Erlent
Fréttamynd

Gíslataka í París

Vopnaður maður ruddist fyrir stundu inn í tískuverslun í París og heldur þar fólki í gíslingu. Ekki er vitað hversu mörgum. Lögreglan hefur girt verslunina af. Verslunarstjórinn sagði í samtali við franska sjónvarpsstöð að maðurinn segði að hann væri fórnarlamb franskrar réttvísi. Hann væri hinsvegar rólegur og biði eftir því að lögreglan hefði samband.

Erlent
Fréttamynd

Geimferjan lent

Geimferjan Endeavour lenti heilu og höldnu á Florida klukkan 16:32 í dag að íslenskum tíma. Ferjan lenti nákvæmlega á réttum tíma eftir tveggja vikna dvöl í geimnum þar sem hún var tengd við Alþjóðlegu geimstöðina. Nokkur uggur var í mönnum fyrir lendinguna vegna skemmda á hitaskildi í flugtakinu. En allt fór að óskum. Sjö manna áhöfn var um borð í Endeavour.

Erlent
Fréttamynd

Geimferjan á leið til jarðar

Hreyflar geimflaugarinnar Endeavour voru ræstir fyrir stundu, fyrir heimferð hennar. Endeavour á að lenda á Kennedy geimstöðinni eftir fáar mínútur, eða klukkan 16:32 að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Buffett sér kauptækifæri á fasteignalánamarkaðnum

Bandaríska viðskiptadagblaðið Wall Street Journal leiðir að því líkum að auðkýfingurinn Warren Buffett sé líklegur til að kaupa hluta af fasteignalánastarfsemi bandaríska fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial. Fyrirtækið hefur átt við verulega fjárhagsörðugleika að stríða vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði og hefur verið rætt um yfirvofandi gjaldþrot þess.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ráðamenn ræða um fjármálamarkaðinn

Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega við opnun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir nokkrar sveiflur í gær. Á sama tíma hefur gengið sveiflast nokkuð á mörkuðum í Evrópu. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Henry Paulson, fjármálaráðherra landsins, funda í dag um hræringar á fjármálamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjóránum fjölgar gríðarlega

Fimm danskir sjómenn eru enn á valdi sjóræningja sem rændu skipinu Danica White undan austurströnd Sómalíu fyrsta júní síðastliðinn. Vitað er um 147 aðra sjómenn í höndum ræningja. Árásir sjóræningja eru orðnar svo tíðar að þær eru orðnar alheims vandamál. Árásunum fjölgar ár frá ári og sömuleiðis þeim sem sjóræningjar slasa eða drepa.

Erlent
Fréttamynd

Kannt þú tölvunörda brandara ?

Danir eru að velja sína bestu tölvunörda brandara. Hér er einn, úr blaðinu Computerworld. Tveir tölvunördar sátu saman á bjórkrá, að vinnu lokinni. "Veistu, í gærkvöldi hitti ég rosalega flotta blondínu á bar á Strikinu." "Og hvað gerðir þú ?" "Nú ég bauð henni heim. Við fengum okkur nokkra drykki og komumst í stuð. Svo allt í einu bað hún mig um að klæða sig úr öllum fötunum."

Erlent
Fréttamynd

Hamas biðja um olíu fyrir Gaza ströndina

Leiðtogi Hamas samtakanna hefur beðið Evrópusambandið að byrja aftur að veita olíu til stærstu orkuveitu Gaza strandarinnar. Hann hefur lýst því yfir að alls ekki standi til að leggja á nýja skatta á sölu á rafmagni. Vegna olíuskorts hafa stór svæði á Gaza ströndinn verið án rafmgns undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Rangt hús, rangt rúm og röng kona

Konu í Froland í Noregi brá í brún þegar hún vaknaði í morgun og sá ókunnan mann við hliðina á sér í rúminu. Hún hringdi þegar í lögregluna sem sendi menn á staðinn. Erfiðlega gekk að vekja hinn ókunna mann. Það tókst þó um síðir og kom í ljós að hann hafði ekki haft neitt illt í hyggju.

Erlent
Fréttamynd

Greiða Nike skaðabætur

Tveimur kínverskum skóframleiðendum og frönsku verslanakeðjunni Auchan hefur verið skipað að greiða íþróttavöruframleiðandanum Nike jafnvirði 3,1 milljóna króna í skaðabætur en fyrirtælkin framleiddu falsaða skó undir merkjum Nike.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hreyfillinn sprakk

Engan sakaði þegar hreyfill Boeing flugvélar tævanska flugfélagsins China Airlines sprakk í loft upp á flugvellinum á Okinawa í morgun. Farþegar komust við illan leik frá borði en vélin varð alelda og brotnaði í tvennt.

Erlent
Fréttamynd

Lögum um dóma yfir níðingum breytt

Frakkar eru harmi slegnir eftir að dæmdur barnaníðingur beitti fimm ára dreng ofbeldi tæpum mánuði eftir að hann losnaði úr fangelsi. Geðlæknar höfðu varað við því að sleppa manninum. Frakklandsforseti vill breyta lögum þannig að níðingar sleppi ekki eftir afpánun nema að vel athugðu máli.

Erlent
Fréttamynd

Bíða eftir flugi frá Júkatan-skaga

Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum.

Erlent
Fréttamynd

Stóðlífsfyrirtæki velta milljörðum

Makaskipti eru orðin milljarða króna iðnaður í Bandaríkjunum. Ekki er óalgengt að þeir sem stunda makaskipti borgi hundruð þúsunda króna á ári fyrir að fá til þess aðstöðu. Hún fæst meðal annars fyrir milligöngu fyrirtækja sem skipuleggja stóðlífsuppákomur á klúbbum og hótelum víðsvegar um landið. Með því að sækja þessar uppákomur getur fólk verið visst um að hitta nýja bólfélaga í tryggu umhverfi.

Erlent
Fréttamynd

Hálshöggvinn opinberlega

Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán.

Erlent
Fréttamynd

Næsta....úr tuskunum

Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum.

Erlent
Fréttamynd

Sjíaklerkur boðar frið í Írak

Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu.

Erlent
Fréttamynd

Dean séður utan úr geimnum

Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Dýr dráttur

Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að.

Erlent