
Íslendingar erlendis

Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi
Freyr Alexandersson, þjálfari KV Kortrijk í Belgíu segir að ummæli sín um markvörðinn Mads Kikkenborg, sem hann þjálfaði á sínum tíma hjá danska félaginu Lyngby, hafi verið tekin úr samhengi en sá síðarnefndi skipti yfir til Anderlecht í Belgíu í upphafi árs. Freyr segir samband sitt og Kikkenborg mjög gott.

Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag
Það er ekki bara íslenska kvennalandsliðið sem á verkefni í forkeppni EuroBasket í kvöld. Körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson mun dæma leik Finnlands og Slóveníu sem fer fram í Helsinki.

Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump
Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, mætti og studdi Donald Trump, nýkjörsins forseta Bandaríkjanna, á kosningavöku hans í Flórída á þriðjudaginn.

Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum
Félagarnir Steinar Björnsson og Einar B. Árnason eru staddir þessa stundina úti í Flórída til að styðja sinn mann til sigurs í yfirstandandi kosningum þarutan. Þeir telja fámennan en að þeirra sögn dyggan hóp íslenskra stuðningsmanna Donalds Trumps.

Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp
Í síðasta þætti af Gulla Byggi var smiðurinn handlagni mættur til Frakklands.

„Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“
Þeir Dóri DNA og Steindi skelltu sér til Parísar í síðasta þætti af 1 Stjörnu á Stöð 2.

Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York
Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega.

Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku
Athafnakonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor eiga von á dreng. Parið greindi frá kyninu barnsins í myndskeiði á Instagram. Þetta mun vera fyrsta barn þeirra saman.

Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín
„Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot.

Vekja athygli á bágri stöðu nepalskra kvenna með fjallgöngu
Hópur íslenskra og nepalskra fjallgöngukvenna gengu á dögunum upp á tindinn Lobuche í Himalayafjöllum til að vekja athygli á stöðu kvenna í Nepal og í fjallgöngugeiranum. Lobuche er rúmlega sex þúsund metra hár.

Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið
Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa Íslendingum að koma til Kína án vegabréfsáritunar út næsta ár. Undanþágan tekur gildi í næstu viku.

Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“
Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar.

Beðin um að tilkynna líkfundi
Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar.

„Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“
„Við höfum mikla ástríðu fyrir því að efla tengslanet kvenna,“ segja vinkonurnar og þjálfararnir Lilja Sigurgeirsdóttir og Unnur María Pálmadóttir. Stöllurnar hafa í gegnum tíðina verið duglegar að ferðast saman, bæði á sólríka staði og yfir hálendi Íslands.

Gerður í Blush gladdi konur í Köben
Mikil stemning ríkti á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn liðna helgi þegar 120 íslenskar konur komu saman til að heiðra framúrskarandi fyrirmyndir. Viðburðurinn, Seigla og sigrar, var á vegum Félags kvenna í atvinnulífinu í Danmörku.

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“
„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað
Sigríður Höskuldsdóttir er búsett í Maastricht í Hollandi þar sem hún leggur stund á meistaranám í lífeindafræði og nýtur þess til hins ítrasta. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og ævintýrin úti.

Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída
Röð atvika leiddi til þess að Veronica Líf Þórðardóttir fékk boð um að gerast efnafræðikennari við menntaskóla í Melbourne, 90 þúsund manna borg suðaustur af Orlando í Flórída. Þar hefur hún starfað í eitt og hálft ár og tekist á við ýmsar áskoranir, enda talsverður munur þegar kemur að bandarísku og íslensku skólakerfi.

Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan
Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag.

Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn
Lögfræðingurinn Marta Matthíasdóttir er búsett í París um þessar mundir og var það ákveðin skyndiákvörðun hjá henni. Hún er þar í viðbótar meistaranámi í lögfræði og nýtur þess sem Parísarborg hefur upp á að bjóða. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“
„Mamma sagði nú bara við mig þá: Sif mín, viltu ekki bara koma heim?“ segir Sif Jakobs skartgripahönnuður og hlær. Sem þó tók það ekki í mál, hélt áfram að banka upp á dyrnar hjá skartgripaverslunum í Kaupmannahöfn þar til hún fékk loksins vinnu í skartgripaverslun.

Óneitanlega óhugnanlegt að horfast í augu við ljón
Vörumerkjastjórinn og lífskúnstnerinn Gyða Dröfn starfar hjá Ölgerðinni og fer svo í ævintýraleg frí á ári hverju. Hún er nýkomin heim frá Afríku og ræddi við blaðamann um þá einstöku ferð.

Laufey Lín í bíó
Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi.

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“
„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

Hrakfallasaga Sigga mæjó í Liverpool
Sigurður Arnar Jónsson, sem ýmist er kallaður Siggi Mæjó eða Sigurður mæjónes, lenti heldur betur í honum kröppum þegar hann var óvænt mynstraður sem aðstoðarleiðsögumaður Kirkjukórs Hveragerðis til Liverpool – á Bítlaslóðir.

Er alltaf hrædd
„Ég er nýbyrjuð hjá Maurum sem er mjög skemmtileg og kreatív stofa með fjölbreytta viðskiptavini. Við fjölskyldan höldum svo áfram okkar endalausa flakk milli New York og Íslands á meðan við klárum ýmis verkefni sem bíða okkar á báðum stöðum,“ segir hin glaðlynda og fjölhæfa Unnur Eggertsdóttir.

Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil.

„Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“
Eftir viku halda tvær íslenskra konur, Soffía Sigurgeirsdóttir og Lukka Pálsdóttir, til Nepal til að ganga upp á austurtind Lobuche í Himalayafjöllum í Nepal. Upp að tindi eru 6.119 metrar. Soffía og Lukka ganga til stuðnings sjerpa fjallgöngukonum í Nepal.

Viðskiptalífið sérstaklega áhugasamt um að fylgja Höllu út
Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk.

Andinn á tökustað í Glæstum vonum: „Spurði fyrst hvort ég gæti verið vondur tvífari“
Dröfn Ösp Snorradóttir heimsótti tökustað hjá Glæstum vonum í Íslandi í dag í vikunni og hitti leikarana og rokkstjörnuna Jökul Júlíusson söngvara Kaleo sem kom fram í þáttunum sem gestaleikara á dögunum.