Innlent

Fréttamynd

Fuglar velja sér síður lífrænt

Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður lífrænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði.

Erlent
Fréttamynd

Hjálpa bændum í öskuskýi

„Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára.

Innlent
Fréttamynd

Vörðu mannvirki fyrir eðjuflóði

Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í gær til að verja mannvirki fyrir flóðinu í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Fyrir hádegi tók að rigna og óx í ánni að sama skapi, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri.

Innlent
Fréttamynd

Borgarráð vill svör frá Árna

Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vilja veðsetja Vatnsmýrina

Vinna á nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni fyrir byggingarlóðum.

Innlent
Fréttamynd

Segja veggjöld óásættanleg

Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóðanna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum.

Innlent
Fréttamynd

Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap

„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar.

Innlent
Fréttamynd

Hilton-keðjan velur íslenskt

Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld.

Innlent
Fréttamynd

Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða

Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs.

Innlent
Fréttamynd

Búist við langvarandi átökum í Taílandi

Óttast er að pólitísku átökin á Taílandi brjótist fram með misalvarlegum hætti næstu árin, þótt kyrrð hafi komist á í gær eftir heiftarlegar óeirðir í höfuðborginni Bangkok á miðvikudag.

Erlent
Fréttamynd

Auðlindamálin sett á dagskrá

Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið.

Innlent
Fréttamynd

Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn

Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Í-listinn mælist með hreinan meirihluta

Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið

Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í októ­ber 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aðstæður gjörbreyttar

„Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun.

Innlent
Fréttamynd

Tunga og hjarta þykir lostæti ytra

Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnir verði endurvaktar

Stjórnir heilbrigðisstofnana verða endurvaktar nái tillaga nokkurra þingmanna, með Ásmund Einar Daðason, VG, í fararbroddi, fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Karlar eru 4% starfsmanna

Karlmenn eru í miklum minnihluta meðal starfsmanna á leikskólum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Konur eru 96 prósent starfsmanna leikskóla en karlmenn aðeins um fjögur prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þurfandi mætt með aðstoð og leik

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur úthlutað 30 milljónum króna úr sjóði sem stofnaður var í tilefni Evrópuársins gegn fátækt og félagslegri einangrun. 21 verkefni hlaut styrk en sótt var um framlög vegna 84 verkefna upp á samtals rúmlega 200 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Efnaðir geta valið sér lyf en fátækir ekki

Það kerfi sem heilbrigðisyfirvöld hafa sett á laggirnar til að ákveða hvaða lyf eru niðurgreidd í hverjum flokki hefur þegar leitt til mismununar í heilbrigðiskerfinu, segir Olgeir Olgeirsson, framkvæmdastjóri Portfarma.

Innlent
Fréttamynd

Örlög allra þjóða samofin

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flutti á þriðjudag setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu Norður-Suðurstofnunarinnar sem starfar á vegum Evrópuráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Segja 150 störf vera í hættu

„Það ástand sem þetta frumvarp skapar og hefur haft á rekstur fyrirtækisins Hvals hf. er algjörlega óviðunandi,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akraness vegna frumvarps um leyfisveitingar vegna hvalveiða sem lagt hefur verið fram á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Veiðar hefjast

HB Grandi undir­býr nú komandi síldarvertíð. Stefnt er að því að Lundey NS fari til veiða um miðja næstu viku og í framhaldinu munu Faxi RE og Ingunn AK verða send til veiða, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, deildarstjóra uppsjávarsviðs HB Granda. Vertíðar­byrjunin nú verður á svipuðu róli og í fyrra. Hjá fiskiðjuveri HB Granda á Vopnafirði hefur verið unnið að undirbúningi síldarvertíðarinnar undanfarnar vikur og settur upp nýr og fullkominn búnaður til vinnslu á síld og makríl. - shá

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk sátt um sanngirnisbætur

Alþingi samþykkti samhljóða á þriðjudagskvöld frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur til þeirra sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum á vegum ríkisins. Getur einstaklingur fengið allt að sex milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Gosið bætir gráu í svört ský yfir Evrópu

Íslendingar hafa tíma 11. júní til að sannfæra heiminn um að landið sé öruggt og að hingað sé yfirhöfuð hægt að ferðast, að sögn fjölmiðlamannsins Simons Calder. Nýta þurfi gluggann fram að HM í fótbolta. Gos í Eyjafjallajökli var til umræðu á fundi Icelandair í gær. Formaður Evrópusambands flugfélaga segir heildartap vegna þess, dagana 15. til 23. apríl, hafa numið 733 milljónum evra, eða 117,7 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil að allir sjái mynd af þessu tæki“

„Ég vil ekki ásaka neinn og vil aðeins stíga fram og segja hug minn ef það gæti orðið öðrum víti til varnaðar. Ég vil að það sé birt mynd af þessu tæki svo foreldrar geti gert ráðstafanir og tekið þetta niður,“ segir Hákon Hákonarson, afi þriggja ára drengs sem slasaðist alvarlega á leiksvæði í Grafarvogi á laugardag og lést á Barnaspítala Hringsins á mánudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar bókhaldsreglur blása út eigið fé sveitarfélaganna

Gunnlaugur Júlíusson, sviðstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands sveitarfélaga, hefur sent stjórn sambandsins harða gagnrýni á vinnubrögð reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga. Nefndin ákvað 9. apríl síðastliðinn að breyta reikningsskilareglum hvað varðar lóðir og lönd sveitarfélaga.

Innlent