
Play

Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli
Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð.

Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma
Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs.

Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB
Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega.

Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair
Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu.

Forstjóri PLAY: „Við höfum séð að það er bara verðið sem skiptir máli“
Bandaríkjaflug PLAY, sem hefst í vor, gjörbreytir viðskiptalíkani íslenska flugfélagsins og leiðir til þess að umsvifin aukast gríðarlega. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segir félagið í góðu færi til að sækja markaðshlutdeild á tengimarkaðinum yfir Norður-Atlantshafið með lágum verðum. Verðið sé það sem skipti mestu máli þegar upp er staðið.

Play hefur miðasölu vestur um haf
Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til bandarísku borganna Boston og Washington D.C. Fyrsta flugið til bandarísku höfuðborgarinnar Washington verður 20. apríl næstkomandi og til Boston 11. maí.

Flugvélar Play með besta nýja útlit ársins
Útlit flugvéla flugfélagsins Play hlaut verðlaun TheDesignAir fyrir besta nýja útlit ársins í flugheiminum.

Töluverðar raskanir á flugsamgöngum vegna óveðursins
Óveðrið í dag hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur en aðeins ein vél lenti á Keflavíkurflugvelli frá því í morgun og þar til seinnipartinn í dag.

Bæta við þremur áfangastöðum
Flugfélagið Play hefur bætt Dyflinn á Írlandi, Madríd á Spáni og Brussel í Belgíu við leiðarkerfi sitt. Með þessari viðbót eru áfangastaðir flugfélagsins í Evrópu orðnir 23 talsins.

Lítið svigrúm fyrir verðhækkanir ef Play ætlar að ná viðunandi nýtingarhlutfalli
Miðað við upphaflegar áætlanir Play virðast flugfargjöld ætla að vera lítillega lægri og nýtingarhlutfall flugsæta lægra. Þannig var meðalverð flugfargjalda um 111 Bandaríkjadalir á þriðja ársfjórðungi þegar verð flugsæta er hvað hæst en flugfélagið hafði stefnt á heldur hærra verð í áætlunum sínum þegar félagið fór af stað í sumar.

Flugiðnaðurinn mun meira mengandi en hann þarf að vera
Tækni til orkuskipta í flugiðnaðinum verður ólíklega til staðar fyrr en eftir að minnsta kosti tvo áratugi að sögn bresks flugmálasérfræðings. Þó séu þekking og geta til staðar innan iðnaðarins til að draga allverulega úr losun lofttegunda sem eru skaðlegar fyrir umhverfið. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að hrinda aðgerðum til þess í framkvæmd.

Fara inn í næsta sumar með fimm vélar
Flugfélagið Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann China Aircraft Leasing Company (CALC) um leigu á tveimur A320neo flugvélum.

Faraldurinn hafi ekki jafn mikil áhrif og áður á hegðun Íslendinga
Núverandi bylgja faraldurins virðist ekki hafa mikil áhrif á hegðun ferðamanna og er lítið um afbókanir þrátt fyrir uppsveiflu í fjölda smitaðra. Forstjóri Play segir það sérstaklega eiga við um Íslendinga sem voru óöruggir í sumar þegar fjórða bylgja faraldursins reið yfir en þeir eru nú rólegri og yfirvegaðri.

Föst út í vél í yfir klukkutíma vegna veðurs
Vonskuveður hefur haft áhrif á flug Icelandair í dag og þurftu farþegar á leið frá Evrópu að bíða í rúman klukkutíma út í vél að lokinni lendingu vegna hvassviðris.

Play bætir fjórum áfangastöðum við sumaráætlunina
Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína - Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.

Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt
Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi.

Kórónuveiran lét á sér kræla eftir fjárfestadag Play í Kaupmannahöfn
Fjórir hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni eftir fjáfestadag flugfélagsins Play sem var haldinn í Kaupmannahöfn á föstudag. Um hundrað manns tóku þátt í viðburðinum en aðeins maki eins þeirra smituðu hefur þurft að fara í sóttkví til þessa.

Segir Play stórhættulegt launafólki
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið.

Íslenska flugstéttafélaginu neitað um inngöngu í Norræna flutningamannasambandið
Forsvarsmenn Norræna flutningamannasambandsins (NTF) hafa neitað Íslenska flugstéttafélaginu (ÍFF) um inngöngu í sambandið á nýjan leik. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands segir að það sé vegna „augljósra galla“ á kjarasamningi félagins við umbjóðendur sína sem starfa hjá Play.

Play opnar útibú í Litháen
Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Lilja kemur frá Landsbankanum til Play
Lilja Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Play.

Play bætir við fimmta og sjötta áfangastaðnum sínum á Spáni
Flugfélagið Play hefur bætt spænsku áfangastöðunum Mallorca og Malaga við sumaráætlun sína árið 2022. Það þýðir að Play selur nú flug til sex áfangastaða á Spáni en flugfélagið býður nú þegar upp á áætlunarflug til Barcelona, Tenerife, Alicante og Gran Canaria.

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play
Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag
Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“.

Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“
Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum.

Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY
Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni.

Birgir fer til Play
Birgir Olgeirsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play.

Play bætir við þremur nýjum áfangastöðum á Norðurlöndum
Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð.

Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi
Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári.

Play er enginn leikur fyrir launafólk
Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum.