Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Rússneska bóluefnið gaf góða raun í tilraunum

Allir þátttakendur í frumtilraunum með bóluefni sem rússnesk stjórnvöld samþykktu í síðasta mánuði mynduðu mótefni gegn Covid-19 án alvarlegra aukaverkana samkvæmt niðurstöðum sem breska læknaritið Lancet birti í dag.

Erlent
Fréttamynd

Við ætlum að halda áfram

Þegar við verðum fyrir áfalli getur vonin um betri tíma haft mikið um það að segja hver krafturinn til að takast á við áfallið verður. Í því samhengi fundust mér lágstemmd skilaboð Gylfa Zoega í Silfrinu síðasta vetur svo sterk.

Skoðun
Fréttamynd

Berlu­sconi lagður inn á sjúkra­hús

Silvio Berlusconi, Evrópuþingmaður og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í gærkvöldi. Gekkst hann undir rannsóknir, en greint var frá því fyrr í vikunni að hann hafi greinst með kórónuveiruna.

Erlent
Fréttamynd

Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans

Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Fólk veikara en áður þegar það leitar sér aðstoðar

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ákveðnar vísbendingar um breytingar á fjölda þeirra sem greinast með krabbamein. Hann hefur áhyggjur af því að fólk veigri sér við að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Efast um að bóluefni verði tilbúið í október

Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Botnlanginn fjarlægður úr Víði

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, gekkst undir botnlangauppskurð á mánudag eftir að einkenni í kviðarholi sem hann byrjaði að finna fyrir í hálendisferð í síðustu viku fóru versnandi.

Innlent
Fréttamynd

Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman

Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var.

Innlent