Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Um helmingur íbúa með kórónuveiruna

Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið.

Innlent
Fréttamynd

Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu

Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. 

Innlent
Fréttamynd

Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar

Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Undan­þága veitt frá sótt­varna­reglum á Bessa­stöðum

Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Lang­þráð hjarðó­næmi geti náðst eftir um tvo mánuði

„Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“

Innlent
Fréttamynd

Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið

Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið.

Innlent
Fréttamynd

27 í­búar greinst í hóp­sýkingu á Grund

27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Varúð!

Það á til að gleymast í hita leiksins, að oflækningar smitsjúkdóma geta haft býsna alvarlegar aukaverkanir. Það er sömuleiðis engin ástæða til að skapa enn frekari fordæmi fyrir því að mjög takmörkuð neyð réttlæti víðtækar skerðingar á borgaralegum réttindum.

Umræðan
Fréttamynd

Leggja niður allar sótt­varna­að­gerðir í Dan­mörku

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að fallið verði frá öllum sóttvarnarráðstöfunum þar í landi frá og með næstu mánaðarmótum. Þetta þýðir að næturlífinu verða engar skorður settar, grímunotkun ónauðsynleg og svo fram eftir götunum.

Erlent
Fréttamynd

Mun aftur svara fyrir veislu­völdin í breska þinginu í dag

Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun sitja fyrir svörum í breska þinginu síðar í dag og er búist við að ráðherrann lendi í orrahríð, enda er einnig von á skýrslu frá Sue Gray, embættismanni sem falið var að rannsaka möguleg sóttvarnabrot í kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Hefja klínískar rannsóknir á nýju ómíkron bóluefni

Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech munu hefja klínískar rannsóknir á sérstöku bóluefni gegn ómíkron afbrigði kórónuveirunnar en fyrirtækin tilkynntu um þetta í dag. Önnur fyrirtæki vinna nú sömuleiðis að þróun bóluefna gegn ómíkron. 

Erlent
Fréttamynd

Ný veitingahús sitja í súpunni

Ekki þarf að fjölyrða um hversu erfitt rekstrarumhverfi veitingahúsa hefur verið á umliðnum tveimur árum þar sem samkomutakmarkanir og skertur afgreiðslutími hafa hamlað rekstrinum svo um munar. 

Skoðun
Fréttamynd

Brúðguminn greindist með Covid nokkrum dögum fyrir brúðkaupið

Samfélasmiðlastjarnan og verkfræðingurinn Katrín Edda giftist Markusi Bande við litla og fallega athöfn í ráðhúsinu í Þýskalandi um helgina þar sem tíu manna samkomutakmarkanir voru í gangi. Ellefu dögum fyrir brúðkaupið greindist Markus með Covid og við tóku taugatrekkjandi dagar í von um að Katrín myndi sleppa við veiruna svo ekki þyrfti að fresta brúðkaupinu.

Lífið
Fréttamynd

Engar breytingar á einangrun þrátt fyrir nýjar reglur um sóttkví

Breyttar reglur um sóttkví voru tilkynntar í dag en engu að síður er sóttvarnalæknir harður á því að breytingar verði ekki gerðar á lengd og framkvæmd einangrunar. Hann segir mikilvægt að aflétta í varfærnum skrefum en viðbúið er að fleiri muni greinast í skólum vegna þeirra breytinga sem kyntnar voru í dag. 

Innlent