Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump

Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust.

Erlent
Fréttamynd

Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn

Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni.

Innlent
Fréttamynd

Kári fór á fund Katrínar í morgun

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kom á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu skömmu fyrir klukkan ellefu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ó­vissa meðal nem­enda sem stefna á nám í út­löndum

Stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis ráðleggur fólki að fara ekki út í nám nema tryggt sé að skólarnir taki á móti nemendum. Námsmaður sem stundar nám í Bandaríkjunum segir mikla óvissu einkenna næsta skólaár og óvíst hvort hann kemst aftur út í haust.

Innlent
Fréttamynd

Mikill sam­dráttur í ferða­þjónustu í borginni

Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli dróst saman um 96% í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Samdrátturinn hefur haft gríðarleg áhrif á ýmsa ferðamannatengda afþreyingu í borginni allt niður í 95% samdrátt.

Innlent
Fréttamynd

Gæti þurft að takmarka fjölda farþega

Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans tekur alfarið yfir töku og greiningu sýna á landamærum Íslands eftir helgi. Forstjóri spítalans segir að dæmið ætti að geta gengið upp með breyttum vinnubrögðum.

Innlent
Fréttamynd

Enginn skriflegur samningur heldur handsalað samkomulag

Enginn skriflegur samningur var gerður milli Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnvalda um skimun fyrir kórónuveirunni. Það þykir óvenjulegt en ekki var endilega tilefni til samningsgerðar – og það jafnframt ekki staðið til boða.

Innlent
Fréttamynd

Allur heimurinn að sækjast eftir sömu tækjunum

Mikil eftirspurn á heimsvísu eftir nýjum tækjum til skimunar veldur því að Landspítalinn er á biðlista eftir slíkum tækjum. Sóttvarnarlæknir segir afkastagetu sýkla- og veirufræðudeild Landspítala vera brotalöm í viðbúnaði Íslands gegn heimsfaraldri.

Innlent