Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Lögreglumenn í sóttkví ekki fengið greitt

Í tveimur tilvikum þar sem lögreglumenn hafa þurft að fara í sóttkví vegna afskipta af einstaklingum sem grunur lék á að væru smitaðir af Covid-19 var það afstaða yfirmanna þeirra að þeir ættu ekki rétt til greiðslna meðan á sóttkví stendur.

Innlent
Fréttamynd

Frekari lokanir á norðanverðum Spáni vegna faraldursins

Yfirvöld í Galisíu á Norðvestur-Spáni hafi komið aftur á takmörkunum til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á svæði þar sem um 70.000 manns búa vegna þess að smitum hefur farið fjölgandi þar. Útgöngubann tók aftur gildi í hluta Katalóníu af sömu ástæðu í gær.

Erlent
Fréttamynd

„Ölvaðir fylgja ekki fjarlægðarreglum“

„Ölvaðir einstaklingar geta ekki haldið fjarlægðarreglum,“ segir formaður stéttarfélags bresku lögreglunnar eftir að knæpur landsins voru opnaðar að nýju eftir langa lokun vegna heimsfaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl

Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða

Erlent
Fréttamynd

Faðir Johnson ver umdeilda Grikklandsför sína

Stanley Johnson, faðir forsætisráðherra Bretlands, segist vera í viðskiptaferð í Grikklandi og að myndum sem hann birti af ferðalaginu hafi ekki verið ætlað að gera lítið úr tilmælum breskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. 

Erlent
Fréttamynd

Vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum á stórum mannamótum

Stór mannamót fara fram um helgina og þurfti lögregla að hafa afskipti af fótboltamóti á Akureyri þar sem gestir virtu ekki hólfaskiptingu. Aðalvarðstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir vonbrigði að fólk fari ekki eftir fyrirmælum en slíkt geti leitt til þess að ekki sé hægt að halda álíka viðburði. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm smit greindust við landamærin í gær

Fimm greindust með kórónuveiruna við landamæraskimun í gær. Beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar í tveimur af smitunum fimm en mótefni mældust í sýnum þriggja aðila.

Innlent