Skoðanakannanir

Fréttamynd

Hangi­kjöt á boð­stólum 65 prósent lands­manna

Þeim fær fækkandi sem bjóða upp á hangikjöt á jóladag en þó verður það á boðstólum hjá meirihluta landsmanna, ef marka má niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var um miðjan desember. Samkvæmt henni búast 65 prósent landsmanna við því að snæða hangikjöt í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn fækkar þeim sem senda jóla­kort

Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti.

Innlent
Fréttamynd

92% Íslendinga ætla í bólusetningu

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er jákvæður í garð bólusetningar gegn Covid-19 en í könnun Maskínu sögðust 61% þátttakenda örugglega ætla í bólusetningu og 31% líklega ætla í bólusetningu.

Innlent
Fréttamynd

Guðni með 93% fylgi

Samkvæmt nýrri könnun sem gerð var af Gallup er Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti Íslands, með 93,5 prósenta fylgi í aðdraganda forsetakosninganna sem fram fara næstkomandi laugardag. Guðmundur Franklín Jónsson, mótframbjóðandi hans, er með 6,5 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Könnun MMR: Píratar á siglingu

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 23,5 prósent í nýrri könnun MMR, rúmu prósentustigi meira en í síðustu könnun sem gerð var í upphafi maímánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki notið meira fylgis frá því í apríl 2018 þegar fimm mánuðir voru frá myndun hennar. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn miss fylgi frá síðustu könnun en stuðningur við aðra flokka stendur í stað samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.

Innlent