Verkföll 2020

Fréttamynd

Klukkan tifar í Karphúsinu

Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Styttist í verkföll

Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

Stíf fundarhöld hjá BSRB halda áfram eftir nætursvefn

Fundi í kjaraviðræðum BSRB við ríki, borg og sveitarfélög lauk nú á tólfta tímanum í kvöld. Fundarhöld hafa staðið yfir í allan dag og í gær og hefur verið boðað aftur til fundar hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Efling semur við ríkið

Efling og hið opinbera hafa skrifað undir kjarasamninga. Það mun þó engin áhrif hafa á verkföll sem eru í gangi og eru fyrirhuguð.

Innlent
Fréttamynd

Ábyrg afstaða

Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna.

Skoðun
Fréttamynd

Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum

Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á.

Innlent
Fréttamynd

Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik

Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum.

Innlent