Lífið

Fréttamynd

Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi

Hjá Máli og menningu er komin út bókin Óvinir ríkisins - Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi eftir Guðna Th. Jóhannesson. Til skamms tíma var talið að leynilegt eftirlit hins opinbera með þegnum landsins væri harla lítið hér á landi. Með árunum hefur þó fjölmargt komið fram sem bendir til hins gagnstæða og eftir því sem leynd hefur verið aflétt af ýmsum skjalasöfnum hér heima og erlendis hefur myndin skýrst smám saman.

Menning
Fréttamynd

Jólastjarnan

Jólastjarnan er skemmtilegur og fræðandi mynddiskur (DVD) fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna 80 mínútur af fjölbreyttu efni sem byggir á boðskap jólanna. Að útgáfunni koma ýmsir lista- og fræðimenn í leikstjórn Gunnars I. Gunnsteinssonar en framleiðandi mynddisksins er Anna María Sigurðardóttir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frumsýning á Ráðskonu Bakkabræðra

Laugardaginn 2. desember frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar gamanleikinn Ráðskona Bakkabræðra eftir norska leikskáldið Oskar Braaten. Leikstjóri er Lárus Vilhjálmsson og taka 12 manns þátt í sýningunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Baggalútsæðið er hafið!

Þau stórkostlega merkilegu tíðindi urðu í vikunni að hin elskaða og dáða hljómlistardeild Baggalúts náði með tvær hljómskífur sínar inn á Tónlistann, auk þess að eiga lag á þeirri þriðju.

Tónlist
Fréttamynd

Bylgjan með rauða nefið...

Föstudagurinn 1. desember er Dagur rauða nefsins. Þá mun UNICEF efna til landssöfnunar til handa börnum sem eiga um sárt að binda í Afríku. Útvarpsstöðin Bylgjan mun einnig leggja sitt af mörkum. Föstudagurinn á Bylgjunni verður helgaður Degi rauða nefsins í einu og öllu.

Lífið
Fréttamynd

Heimildamynd um Slavoj Zizek

Í kvöld verður tekin til sýninga í ReykjavíkurAkademíunni heimildamyndin ZIZEK! En hún fjallar um heimspekinginn Slavoj Zizek sem er af mörgum talinn eins konar poppstjarna í heimi pólitískrar sálgreiningar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

25 ára afmæli Gestgjafans

Tímaritið Gestgjafinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir og mun því bjóða landsmönnum til veislu föstudaginn 1. desember. Veislan verður haldin í 9 matvöruverslunum í Reykjavík, á Selfossi og Akureyri og öllum Íslendingum er boðið.

Menning
Fréttamynd

Metsöluljóð! Ljóðabók Ingunnar Snædal uppseld

Ljóðabókin Guðlausir menn, hugleiðingar um jökulvatn og ást eftir Ingunni Snædal er uppseld hjá forlaginu. Ekki ein einasta bók á lager. Bókin er búin. Einhver eintök eru enn til í bókabúðum, en þau eru ekki mörg og fara líklega fljótt.

Menning
Fréttamynd

Jólakort Geðhjálpar 2006

Hið árlega jólakort Geðhjálpar er komið út. Myndin á kortunum í ár er vatnslitamynd eftir Kristinn Jóhannesson sem hefur verið nemandi í samstarfsverkefni Geðhjálpar og Fjölmenntar um menntun- og starfsendurhæfingu fólks með geðraskanir, frá upphafi.

Menning
Fréttamynd

SILVER með Védísi Hervöru og Seth Sharp

Silver er amerísk/íslenskur tónleikakabarett með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi. Silver sem er í anda "Aint Misbehavin" og "Smokey Joe´s Cafe" samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni.

Tónlist
Fréttamynd

Ný Ungfrúarbók eftir Roger Hargreaves

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér glænýja Ungfrúarbók, Ungfrú Jóla, eftir Roger Hargreaves. Fyrir ein jólin ákveður ungfrú Jóla að hún þurfi að komast í frí. Hún á enn eftir að pakka inn heilmörgum jólagjöfum og biður Jólasveininn og herra Jóla að sjá um það. En verða þeir búnir nógu snemma?

Menning
Fréttamynd

Útgáfutónleikar hjá Stebba og Eyfa

Útgáfutónleikar Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar verða annað kvöld, miðvikudagskvöld, í Borgarleikhúsinu. Um tvenna tónleika verður að ræða og enn eru lausir miðar á seinni tónleikana, sem hefjast kl. 22:00.

Tónlist
Fréttamynd

Incubus til Íslands

Hr. Örlygi er sönn ánægja að tilkynna um komu Incubus til Íslands og tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll 3. mars 2007. Miðasala fyrir tónleikana hefst þriðjudaginn 12. desember.

Tónlist
Fréttamynd

Gaman að vera til með Árna Johnsen

Árni Johnsen, sem nýlega tryggði sér annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verður með útgáfutónleika næsta föstudag. Tónleikarnir eru í tilefni af nýútkominni plötu hans Gaman að vera til.

Innlent
Fréttamynd

Monica Groop á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju

Finnska mezzósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju 3. og 4. desember nk. Einsöngvarar hafa jafnan sungið með kórnum á þessum tónleikum og að þessu sinni er kórinn svo lánsamur að fá til liðs við sig eina fremstu mezzósópransöngkonu heims um þessar mundir.

Tónlist
Fréttamynd

Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk

Að kvöldi fimmtudagsins 30. nóvember verður enn efnt til mikillar glæpaveislu á efri hæð Grand Rokks en þá munu höfundar fimm nýútkominna glæpasagna stíga á svið og lesa úr verkum sínum við undirleik dauðakántrísveitarinnar Sviðin Jörð.

Menning
Fréttamynd

Desyn Masiello á Nasa

Flex Music slær upp heljarinnar dansveislu á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll þann fyrsta desember. Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið!!

Tónlist
Fréttamynd

Hátíðarhöld við Háskólann á Akureyri

Föstudaginn 1. desember kl. 17.00 verður Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, við Háskólann á Akureyri hringt sex sinnum, einu sinni fyrir hvert ár umfram árið 2000.

Menning
Fréttamynd

Málþing í minningu Jörundar Hilmarssonar

Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands gangast fyrir málþingi um orðsifjafræði og söguleg málvísindi í minningu dr. Jörundar Hilmarssonar, málfræðings og heiðursræðismanns Litháens á Íslandi, á morgun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Krónprins Danmerkur á ferð um Ástralíu

Friðrik, krónprins Danmerkur, og Mary eiginkona hans eru á ferðalagi um Ástralíu. Mary er fædd á eynni Tasmaníu sem er hluti af Ástralíu. Ástralir telja sig eiga dálítið í dönsku konungfjölskyldunni og hafa fylgst vel með ferð hjónanna um landið.

Erlent
Fréttamynd

Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur klúður ársins

Evróvisjónævintýri Silvíu Nætur var valið klúður ársins, þegar Gullkindin svonefnda var veitt í gærkvöldi. Hún er veitt þeim sem með einhverju móti hafa staðið sig sérlega illa á árinu. Búbbarnir þóttu versti sjónvarpsþátturinn og heiðursverðlaunin, sem er vafasamasti heiðurinn, fékk Árni Johnsen, væntanlega fyrir tæknileg mistök.

Innlent
Fréttamynd

Mannakorn með jóladisk

Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500.

Tónlist
Fréttamynd

Vann gjafabréf á Argentínu steikhús

Eins og landsmenn hafa án efa tekið eftir fór verðlaunaafhending Eddunnar fram í gær á Nordica hótel. Hér á Vísi gátu landsmenn tekið þátt í kosningunni.

Lífið
Fréttamynd

Mýrin sigurvegari Eddunnar

Kvikmyndin Mýrin hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Baltasar Kormákur var valinn leikstjóri ársins fyrir Mýrina, Ingvar E. Sigurðsson var valinn leikari ársins fyrir leik sinn í myndinni og Atli Rafn Sigurðsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki fyrir Mýrina. Magnúsi Scheving voru afhent heiðursverðlaun og sjónvarpsmaður ársins var valinn Ómar Ragnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Eru nú hjón

Giftingu stjörnuparsins Tom Cruise og Katie Holmes var að ljúka. Talsmaður leikarans Tom Cruise staðfesti þetta nú rétt í þessu.

Erlent
Fréttamynd

Sykurmolarnir fylltu Höllina

Fullt var út úr dyrum á tónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hljómsveitin koma saman á nýjan leik til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá því fyrsta smáskífa sveitarinnar, afmæli, kom út hinn 17. nóvember 1986.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfutónleikar Lay Low

Nú er komið að útgáfutónleikum plötunnar "Please Don´t Hate Me" og fara þeir fram miðvikudagskveldið 29. nóvember n.k. í Fríkirkjunni í Reykjavík. Forsala hefst laugardaginn 18. nóvember kl. 12:00 í verslunum Skífunnar og á www.midi.is

Tónlist