Lífið

Fréttamynd

Miðasala í Laugardalshöll í dag

Enn eru til miðar á 20 ára afmælistónleika Sykurmolanna í kvöld, föstudagskvöldið 17. nóvember, í Laugardalshöll. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Kringlunni og Smáralind, BT Akureyri, Selfossi og Egilstöðum og á Midi.is.

Tónlist
Fréttamynd

Megas endurútgefinn og nýr

Í dag, 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, koma þrjár af plötum Megasar út á nýjan leik. Þetta er í annað sinn sem Íslenskir tónar senda frá sér veglegar endurútgáfur á plötum Megasar en árið 2002 komu 10 fyrstu sólóplötur meistarans út ásamt miklu aukaefni við mikinn fögnuð aðdáenda.

Tónlist
Fréttamynd

Eingöngu lög og textar eftir konur

Á morgun kemur út geisladiskurinn Sögur af konum þar sem Selma og Hansa syngja 12 ný lög eftir íslenskar konur. Sögur af konum inniheldur 12 ný íslensk lög og texta eftir íslenskar konur. Selmu og Hönsu langaði til að gera tónlistarkonum á Íslandi hátt undir höfði og velja eingöngu lög og texta eftir konur.

Tónlist
Fréttamynd

Enn til miðar á Sykurmolana!

Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, næstkomandi föstudag þann 17. nóvember. RASS OG Dj@mundo hafa bæst við dagkskrá afmælistónleikanna.

Tónlist
Fréttamynd

Dagur Kári verðlaunaður

Leikstjórinn Dagur Kári Pétursson hlýtur í næstu viku stærstu kvikmyndaverðlaun Dana Peter Emil Refn verðlaunin. Dagur Kári er fimmti leikstjórinn sem fær verðlaunin en þeim fylgja rúm ein milljón íslenskra króna. Þeir sem hlotið hafa verðlaunin eru Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy.

Innlent
Fréttamynd

FLEX music með dansveislu

Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll.

Tónlist
Fréttamynd

Orð má finna

Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar.

Tónlist
Fréttamynd

Nylon í Smáralind

Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku.

Tónlist
Fréttamynd

Tveimur sýningum að ljúka

Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi.

Menning
Fréttamynd

Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum

Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu.

Tónlist
Fréttamynd

Heimsglaumur á Barnum

Í tilefni af útgáfu bókanna Fljótandi heimur, eftir Sölva Björn Sigurðsson, og Hið stórfenglega leyndarmál Heimsins, eftir Steinar Braga, bjóða útgáfurnar Edda og Bjartur öllum velunnurum íslenskra bókmennta í útgáfupartý á efri hæðinni á Barnum, Laugavegi 22, fimmtudaginn 9. nóvember kl. 20:00.

Menning
Fréttamynd

DP One til landsins

Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu Hip-Hop plötusnúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. DP One er þrjú elementin uppmáluð þarsem hann er plötusnúður, rappari og breakdansari. Hann er einn af fjórum í hóp sem kallar sig Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz

Tónlist
Fréttamynd

Kemur út á DVD

Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991.

Tónlist
Fréttamynd

Britney Spears skilur

Sönkonan Britney Spears hefur sótt um skilnað við eiginmann sinn Kevin Federline. CNN fréttavefurinn greinir frá þessu en Britney giftist Federline fyrir rúmum tveimur árum síðan eða 6. október 2004 og eiga þau tvö börn saman.

Lífið
Fréttamynd

Unglist fer vel af stað

Eins víst og Lóan kemur á vorin þá hefur Unglist Listahátíð ungs fólks, verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992. Hátíðin stendur yfir í rúma viku í hvert sinn með fjölda þátttakenda og njótenda.

Menning
Fréttamynd

Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu

Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til

Tónlist
Fréttamynd

Hin sanna jólastemning

Skógræktarfélag Reykjavíkur opnar jólatrjáaskóg sinn í Heiðmörk 3 helgar í desember. Opið verður helgarnar 2.-3. desember, 9.-10. desember og 16.-17. desember. Opið er meðan dagsbirtu gætir eða milli kl. 11-15.30.

Lífið
Fréttamynd

Múm hitar upp fyrir Sykurmolana

Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember.

Tónlist
Fréttamynd

Baggalútur með rautt nef

Í kvöld verður frumflutt nýtt lag Baggalúts, Brostu, sem þeir félagar sömdu í tilefni af Degi rauða nefsins sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stendur fyrir þann 1. desember. „Við leituðum til þeirra Baggalútsmanna sem tóku strax vel í hugmyndina.

Lífið
Fréttamynd

Mýrin með metaðsókn

Mýrina sáu tæplega 12.500 einstaklingar um helgina í kvikmyndahúsum landsins. Er þetta næst stærsta helgi ársins, en sú stærsta var opnunarhelgi Mýrarinnar um síðustu helgi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Andy Taylor hættur í Duran Duran

Andy Taylor, gítarleikari bresku hjómsveitarinnar Duran Duran, er hættur að spila með félögum sínum. Sem stendur er hljómsveitin í tónleikaferð um heiminn og næsti viðkomustaður eru Bandaríkin. Fimm ár eru síðan þessi vinsæla hljómsveit níunda áratugs síðustu aldar kom aftur saman á ný.

Erlent
Fréttamynd

Þræddi minni og stærri staði

David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone sem heimsótti Iceland Airwaves í annað sinn nú um helgina, er hæstánægður með hátíðina og þá listamenn sem þar koma fram í grein sinni "Rolling Stone Goes native at Airwaves Music Fest".

Tónlist
Fréttamynd

Ljóðabókaflóð Bjarts

Hjá Bjarti hafa nýlega komið út þrjár glæsilegar ljóðabækur, sannkallað ljóðabókaflóð í lok október. Af því tilefni verður haldin ljóðahátíð á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld 25. október, klukkan 20.00, þar sem lesið verður upp úr þessum nýju dúndurbókum.

Menning
Fréttamynd

Mýrin fær 4 stjörnur

Mýrin, ný kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks sem byggir á samnefndri glæpasögu Arnaldar Indriðasonar, fær 4 stjörnur af 4 mögulegum í fyrsta dómi sem birtur var um hana á íslenskum kvikmyndavef í kvöld. Gagnrýnandi fer þar lofsamlegum orðum um myndina. Myndarinnar er beðið með töluverðri eftirvæntingu.

Innlent
Fréttamynd

Lay Low sendir frá sér sína fyrstu plötu

Fyrsta plata tónlistarkonunnar Lay Low er komin til landsins og er að detta í verzlanir þessa dagana, en formlegur útgáfudagur er 19. október eða sama dag og Lay Low spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Tónlist
Fréttamynd

Hátíðin byrjar í kvöld

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Á Nasa er Kronik kvöld og meðal þeirra sem koma fram þar eru Bent, Fræ og Forgotten Lores.

Tónlist