Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Leggur ein fram frumvarp um stjórnar­skrár­breytingar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun leggja fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar á Alþingi þegar nýtt þing hefst. Hún ein mun leggja fram frumvarp en ekki tókst að komast að samkomulagi um sameiginlegt frumvarp meðal formanna flokkanna á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að skikka fólk í sóttvarnahús án lagastoðar

Yfirlögregluþjónn í Leifsstöð segir marga hafa greinst með kórónuveiruna eftir að hafa hafnað sýnatöku á landamærum. Sterkur grunur leikur á að margir sem velja að fara í sóttkví ætli sér ekki að halda hana. Lögspekingur segir ekki hægt að skikka fólk til dvalar í sóttvarnahúsi án sérstakrar lagaheimildar.

Innlent
Fréttamynd

Starfandi fólki fækkar um tæp átta prósent milli ára

Tæplega átta prósent færri voru starfandi á vinnumarkaði hér á landi í október í fyrra en í október árið 2019. Þá fækkaði starfandi fólki einnig milli mánaðanna september og október. Formaður samfylkingarinnar segir núverandi kreppu vera ójafnaðarkreppu.

Innlent
Fréttamynd

Þessar breytingar tóku gildi um áramótin

Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. 

Innlent
Fréttamynd

Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu

Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin vinsælli en stjórnarflokkarnir samanlagt

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir stuðning við ríkisstjórnina ágætan ef marka megi kannanir. Þó sé fylgi stjórnarflokkanna ekki í takt við stuðning við ríkisstjórnina og því virðist sem flokkunum sé ekki að takast að ná til sín fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 600 milljóna kostnaður við hreinsunarstarf

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði. Gróf áætlun gerir ráð fyrir hundruð milljóna kostnaði. Forsætisráðherra reiknar með að heildartjónið á Seyðisfirði hlaupi á einum til tveimur milljörðum hið minnsta.

Innlent
Fréttamynd

Flestir vilja Katrínu sem næsta forsætisráðherra en fæstir Ingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, er sá stjórnmálaleiðtogi sem nýtur mests stuðnings til að gegna embætti forsætisráðherra eftir kosningar næsta haust samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Þeim sem kváðust styðja Bjarna Benediktsson í embætti forsætisráðherra fór fækkandi eftir að fréttir bárust af veru Bjarna á sölusýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sáttur við Ás­mundar­salar­um­ræðu með mót­mælendur í bak­sýn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“

Innlent
Fréttamynd

Grímuklædd á síðasta ríkisráðsfundi ársins

Rík­is­ráð kom sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum klukk­an 11 í síðasta sinn á árinu. Löng hefð er fyr­ir því að ráðið, sem sam­an­stend­ur af ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar og for­seta Íslands, komi sam­an til fund­ar á Bessa­stöðum á gaml­árs­dag.

Innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa brotið sótt­varna­lög

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Ýmis „ó­ljósari“ at­riði skýrð í nýjum þjónustu­samningi við Ríkis­út­varpið

Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endurnir segja fjölda­tak­markanir í Ás­mundar­sal ekki hafa verið brotnar

Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Þetta með traustið

Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa.

Skoðun
Fréttamynd

Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“

Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 

Innlent
Fréttamynd

Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn.

Innlent