Samkomubann á Íslandi Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. Innlent 15.12.2020 18:36 Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Innlent 15.12.2020 15:41 Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Innlent 15.12.2020 14:36 Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Viðskipti innlent 15.12.2020 10:01 Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Innlent 14.12.2020 18:52 Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Innlent 14.12.2020 17:38 „Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Innlent 14.12.2020 11:53 Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Innlent 14.12.2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. Innlent 13.12.2020 21:26 Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. Innlent 13.12.2020 14:29 Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Innlent 13.12.2020 11:59 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Innlent 13.12.2020 10:21 Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Innlent 13.12.2020 07:13 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. Tónlist 12.12.2020 15:30 Veiran fannst í þremur skólum Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. Innlent 12.12.2020 15:02 „Ekkert ófremdarástand í gangi“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. Innlent 12.12.2020 14:20 Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. Innlent 12.12.2020 14:12 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. Innlent 12.12.2020 13:00 „Þetta er áhættutími“ Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Innlent 12.12.2020 11:55 Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. Innlent 11.12.2020 07:51 Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. Innlent 10.12.2020 18:11 Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. Innlent 10.12.2020 18:08 Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Innlent 10.12.2020 11:21 22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Viðskipti innlent 10.12.2020 07:55 Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Innlent 10.12.2020 07:11 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. Innlent 10.12.2020 06:48 Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. Innlent 9.12.2020 19:51 Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Innlent 9.12.2020 19:00 Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Viðskipti innlent 9.12.2020 18:31 „Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Innlent 9.12.2020 18:03 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 50 ›
Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. Innlent 15.12.2020 18:36
Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Innlent 15.12.2020 15:41
Aflýsa öllum áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Innlent 15.12.2020 14:36
Kráaeigendur krossleggja fingur eftir fund með fulltrúum Svandísar og Þórólfs Eigendur öldurhús í miðbæ Reykjavíkur fagna því að þeim virðist sem fulltrúar heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis hafi mögulega séð ljósið á fundi þeirra síðastliðinn föstudag. Viðskipti innlent 15.12.2020 10:01
Sundlaugagestir hlusti ekki eða „eru með derring“ Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera. Innlent 14.12.2020 18:52
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Innlent 14.12.2020 17:38
„Ég veit ekki hvernig það er hægt að orða þetta skýrar“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda og almannavarna í baráttunni gegn Covid-19 hafi verið mjög skýr. Innlent 14.12.2020 11:53
Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. Innlent 14.12.2020 08:52
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. Innlent 13.12.2020 21:26
Vonbrigði að heyra af partístandi næturinnar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það ákveðin vonbrigði að heyra fréttir af partístandi og hópamyndunum í gær og í nótt. Hún telur þó langflesta Íslendinga samtaka í sóttvarnaaðgerðum. Innlent 13.12.2020 14:29
Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Innlent 13.12.2020 11:59
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Innlent 13.12.2020 10:21
Mikið um samkvæmi og ekki allir sem virtu tíu manna hámarkið Hundrað mál voru skráð hjá lögreglu frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun. Fangageymslur voru nánast fullar eftir nóttina samkvæmt dagbók lögreglu og var fólk vistað það vegna hinna ýmsu mála. Innlent 13.12.2020 07:13
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. Tónlist 12.12.2020 15:30
Veiran fannst í þremur skólum Í síðustu viku fóru nemendur í Laugarnesskóla í sóttkví eftir að veiran greindist þar í síðustu viku. 10 kennarar og um tólf nemendur í Hagaskóla eru komnir í sóttkví eftir að veiran greindist í nemendum. Þá eru nokkrir bekkir Austurbæjarskóla í sóttkví eftir að kennari greindist með smit í gær. Innlent 12.12.2020 15:02
„Ekkert ófremdarástand í gangi“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti þremur útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem kvartað var undan hávaða út heimahúsi. Innlent 12.12.2020 14:20
Mætt aftur á Austurvöll til að mótmæla Mótmælendur sóttvarnaaðgerða eru samankomnir á Austurvelli til þess að lýsa yfir andstöðu við sóttvarnaaðgerðir. Þetta eru ekki fyrstu mótmælin, en vika er síðan hópurinn mótmælti síðast. Innlent 12.12.2020 14:12
Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. Innlent 12.12.2020 13:00
„Þetta er áhættutími“ Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Innlent 12.12.2020 11:55
Smitrakningarteymið stendur við tölur um smit Smitrakningarteymi almannavarna stendur við tölur sínar um smit í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sem fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, greindu frá í fyrradag. Innlent 11.12.2020 07:51
Lögmaður World Class gerir athugasemdir vegna „skrítinnar fréttar“ RÚV Gestur Jónsson, lögmaður líkamsræktastöðva World Class, sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins athugasemd í kjölfar fréttar sem sýnd var í kvöldfréttatíma gærkvöldsins. Hann segir fréttina vera skrítna, og telur jafnvel að hún sé röng. Innlent 10.12.2020 18:11
Mikil aðsókn í sund og snjalllausnir í kortunum Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins. Innlent 10.12.2020 18:08
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. Innlent 10.12.2020 11:21
22 milljarða samdráttur í veitingageiranum Kortavelta í veitingageiranum hefur dregist saman um 22 milljarða að raunvirði frá því í mars á þessu ári þar til í október sé miðað við veltuna á árinu 2019. Viðskipti innlent 10.12.2020 07:55
Fagnaðarfundir pottverja þegar laugarnar opnuðu á ný Miklir fagnaðarfundir urðu fyrir utan Laugardalslaugina um klukkan hálf sjö í morgun þegar fastagestir laugarinnar sneru aftur þar sem sundlaugum er nú heimilt að hafa opið á ný. Innlent 10.12.2020 07:11
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. Innlent 10.12.2020 06:48
Segir ákvörðun um að opna ekki heilsuræktarstöðvar „átakanlega aðför að heilsu fólks“ Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri heilsuræktarstöðvarinnar Hress, segir ákvörðun stjórnvalda um að leyfa heilsuræktarstöðvum ekki að opna vera átakanlega aðför að heilsu fólks í landinu. Það hafi gríðarleg áhrif á andlega líðan fólks og heilsu fólks sem glími við streitu og vanlíðan á erfiðum tímum. Innlent 9.12.2020 19:51
Telur Svandísi strangari við einkageirann en hið opinbera Gestur Jónsson, sem ritaði minnisblað til yfirvalda vegna lokunar líkamsræktarstöðva fyrir hönd eiganda World Class, segir sóttvarnaráðstafanir gerðar af ríku tilefni en allir þurfi að sitja við sama borð sem þurfi að þola takmarkanir. Innlent 9.12.2020 19:00
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Viðskipti innlent 9.12.2020 18:31
„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Innlent 9.12.2020 18:03
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent