Besta deild karla

Fréttamynd

Ragnar Sigurðs­son gæti snúið aftur til Rúss­lands

Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Full­yrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR

Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Rúnar snýr heim

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hans Viktor í KA

Miðvörðurinn Hans Viktor Guðmundsson er genginn í raðir KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Samningur hans á Akureyri gildir til 2025.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fer Eiður Smári í Vesturbæinn?

Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH framlengir við tvo lykilmenn

FH framlengdi í dag samninga sína við tvo lykilleikmenn hjá knattspyrnuliði félagsins. Þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólafur Guðmundsson skrifuðu báðir undir nýja samninga.

Fótbolti
Fréttamynd

„Drauma­starfið þitt er ekki alltaf á lausu“

Fót­bolta­þjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfs­son einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfara­störfum í fót­bolta­heiminum. Staðan þar er eins og á al­mennum vinnu­markaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“

Sigurður Ragnar Eyjólfs­son hefur í tví­gang rætt við for­ráða­menn knatt­spyrnu­deildar KR varðandi þjálfara­stöðuna hjá karla­liði fé­lagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til fé­lagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfara­stöðuna. Fé­lagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Theodór Elmar framlengir

Theodór Elmar Bjarnason hefur skrifað undir nýjan tveggja ár samning við KR en félagið greindi frá þessu í morgun.

Fótbolti