Besta deild karla

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti

Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Dagskráin: Golf og Besta-deildin

Stöð 2 Sport er með fimm beinar útsendingar í dag. Opna breska mótaröðin í golfi og Besta-deild karla í fótbolta eru í aðalhlutverkum. 

Sport
Fréttamynd

Valur bætir í flóruna af framherjum

Karlalið Vals í fótbolta hefur fengið nýjan framherja til liðs við sig. Um að ræða danska leikmanninn Frederik Ihler en hann kemur frá AGF sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu glæsimörk úr leik Víkings og ÍA

Víkingur vann 3-2 sigur á ÍA í Bestu-deild karla í dag. Logi Tómasson, Viktor Örlygur Andrason og Erlingur Agnarsson skoruðu mörk Víkings en Ingi Þór Sigurðsson gerði bæði mörk ÍA.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur

FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

McLagan missir af leikjunum við Malmö

Stórt skarð hefur verið hoggið í lið Víkings fyrir viðureign þeirra við Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Varnarmaðurinn Kyle McLagan mun missa af leikjunum við Malmö sem og tveimur leikjum í Bestu deild karla. 

Fótbolti