Ríkisútvarpið

Fréttamynd

Blæs á gagn­rýni á efnis­tök heimildar­myndar um hrunið

Efnis­tök heimildar­myndar um banka­hrunið, Bar­áttan um Ís­land, hafa verið harð­lega gagn­rýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum fram­leiðslu. Leik­stjóri myndarinnar og upp­runa­legur fram­leiðandi segir að mark­miðið hafi alltaf verið að beina sjónum að banka­fólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftir­málum þess.

Innlent
Fréttamynd

Nætursilfrið

Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða.

Skoðun
Fréttamynd

RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Egill segir fjöl­skylduna fegna og segist ekki hafa sama á­huga

Egill Helga­son segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þátta­stjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni á­huga á stjórn­málum nú en áður og segir fjöl­skylduna upp­lifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undir­búningi nýs sjón­varps­þáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Innlent
Fréttamynd

„Erfiðast að viður­kenna að ég þyrfti hjálp“

Páll Magnús­son fyrr­verandi út­varps­stjóri og þing­maður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Ís­landi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkó­hól­isti áður en hann leitaði sér að­stoðar.

Lífið
Fréttamynd

Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu

Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. 

Innlent
Fréttamynd

Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva

Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu

Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt.

Innlent
Fréttamynd

Orð um bækur

Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út.

Skoðun
Fréttamynd

FÍH hafði betur gegn Rúv

Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum.

Innlent
Fréttamynd

Síma­stulds- og byrlunar­mál í salt­pækli fyrir norðan

Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp.

Innlent
Fréttamynd

„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV

Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992.

Lífið
Fréttamynd

Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba

Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lilja ætlar ekki að taka RÚV af aug­lýsinga­markaði

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube.

Innlent
Fréttamynd

RÚV má hita sitt grill og éta sitt eigið snakk

Ég var undrandi í gær þegar ég heyrði auglýsingu Ríkisútvarpsins um kynningu á Eurovisionkeppninni. Hitum upp grillin, græjurnar og tökum upp snakkið. Hér er stofnunin að hlutast til um hvað við Íslendingar eigum að borða og maula yfir Eurovisionkeppninni.

Skoðun
Fréttamynd

Segir meinta rit­skoðun á Ríkis­út­varpinu rit­stjórn

Pistlahöfundurinn þekkti Sif Sigmarsdóttir heldur því fram að hún hafi mátt sæta ritskoðun þegar hún lagði til pistla í Morgunútvarp Rásar 2 Ríkisútvarpsins. Dagskrárstjórinn segir þetta úr lausu lofti gripið, um hafi verið að ræða ritstjórn, ekki ritskoðun og á þessu tvennu sé munur.

Innlent
Fréttamynd

Rof á út­sendingu RÚV í nótt

Bilun varð í kerfi Ríkisútvarpsins sem olli því að tímabundið rof varð á útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 á fimmta tímanum í nótt. Unnið er að því að endurræsa öll kerfi að nýju.

Innlent