Fótbolti

Fréttamynd

Aron Kristófer gengur í raðir KR

KR-ingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök næsta sumar en Aron Kristófer Lárusson hefur samið við félagið til fjögurra ára. Hann kemur frá ÍA en lék þar áður með Þór Akureyri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þjálfarinn skotinn í miðjum leik

Leikmenn, þjálfarar og dómarar hlupu til að bjarga lífi sínu eftir að skotárás braust út á leik í argentínsku 3. deildinni í fótbolta. Þjálfari gestaliðsins varð fyrir skoti en er ekki í lífshættu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea og Arsenal í úr­slit FA-bikarsins

Undanúrslit FA-bikars kvenna í knattspyrnu frá því á síðustu leiktíð fóru fram í dag. Var þeim upphaflega frestað sökum kórónufaraldursins. Chelsea og Arsenal unnu bæði 3-0 sigra og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum sem fram fer þann 5. desember næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Líður eins og við höfum tapað“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Fótbolti
Fréttamynd

Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú töp í seinustu fjórum hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Barcelona í seinustu fjórum deildarleikjum liðsins.

Fótbolti