Fótbolti

Fréttamynd

PSG aftur á toppinn

PSG er aftur komið á topp frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Strasbourg í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýir þjálfarar drepi alla sköpun

Frakkinn Raphael Varane, sem nýlega lagði knattspyrnuskóna á hilluna, segir nýja kynslóð knattspyrnuþjálfara drepa sköpunargleði leikmanna. Ítalinn Carlo Ancelotti, sem þjálfaði Varane hjá Real Madrid, sé einn fárra sem leyfi leikmönnum að njóta sín.

Fótbolti
Fréttamynd

Ræddu við tíu en fáir kannast við sím­tal

Eddie Howe og Sean Dyche segjast hvorugur hafa fengið símtal frá enska knattspyrnusambandinu vegna landsliðsþjálfarastarfs Englands. Sambandið kveðst hafa rætt við tíu aðila áður en það réði Thomas Tuchel til starfa.

Enski boltinn
Fréttamynd

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Mbappé stein­hissa og aldrei án vitna

Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ný­liðinn hetja Þýska­lands

Fjórir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta í kvöld. Frakkland vann Belgíu, Ítalía fór létt með Ísrael og Þýskaland lagði Holland.

Fótbolti
Fréttamynd

Wil­son hetja Wa­les

Wales vann Svartfjallaland 1-0 í hinum leik kvöldsins í riðli 4 í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta. Um er að ræða liðin sem eru með Íslandi og Tyrklandi í riðli. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kristall Máni ekki meira með á þessu ári

Kristall Máni Ingason, markahæsti leikmaður í sögu íslenska U-21 árs landsliðsins í fótbolta, mun ekki bæta við markafjölda sinn þegar liðið lýkur keppni í undankeppni EM 2025 gegn Danmörku á morgun. Hann er meiddur og spilar ekki meira á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Solskjær hafnaði Dönum

Ekkert verður af því að Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, taki við danska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Haaland að verða pabbi

Erling Haaland skráði sig í norsku sögubækurnar í kvöld þegar hann varð markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann stal þó fyrirsögnunum með öðrum hætti eftir leik þegar hann tilkynnti að hann og unnusta hans ættu von á barni.

Fótbolti