Körfubolti

Fréttamynd

Snýr aftur eftir nærri þriggja ára fjar­veru

Lonzo Ball mun spila sinn fyrsta leik fyrir NBA-liðið Chicago Bulls síðan þann 14. janúar 2022 á miðvikudaginn kemur. Leikmaðurinn hefur verið að glíma við gríðarlega erfið meiðsli en virðist loks vera að ná sér.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég er ó­trú­lega ó­þolin­móður maður“

Haukar máttu sætta sig við sitt annað tap í jafnmörgum leikjum í Bónus-deild karla þegar liðið tapaði heima gegn Grindavík í kvöld, 80-92. Tapið öllu minna en gegn Hetti en Maté Dalmay, þjálfari liðsins, sá fá batamerki á leik liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami Heat nefna völlinn eftir Pat Riley

NBA lið Miami Heat hefur ákveðið að heiðra Pat Riley fyrir störf sín fyrir félagið með því að nefna völlinn í Kaseya Center eftir honum en Riley hefur verið hjá Heat síðan 1995.

Körfubolti
Fréttamynd

„Naut þessa leiks í botn“

Höttur heldur efsta sætinu í Bónus-deild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í framlengdum leik á Egilsstöðum í kvöld. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðsins segir góða greiningu á Keflavíkurliðinu hafa átt stóran þátt í því að Hetti tókst að snúa leiknum sér í vil.

Körfubolti
Fréttamynd

Danny Green leggur skóna á hilluna

Bandaríski bakvörðurinn Danny Green tilkynnti í dag að skórnir væru komnir upp á hillu eftir langan og farsælan feril. Green, sem varð 37 ára í sumar, lék alls 14 tímabil í NBA-deildinni og varð þrisvar sinnum meistari.

Körfubolti
Fréttamynd

Völdu ekki Bronny af virðingu við LeBron

Bronny James, sonur LeBron James, mun spila með karli föður sínum á komandi tímabili í NBA-deildinni í körfubolta. Los Angeles Lakers valdi Bronny í nýliðavali deildarinnar en annað lið var með soninn á óskalista sínum en vildi virða óskir föðurins.

Körfubolti
Fréttamynd

Þurfti að leita til tann­læknis eftir vænan oln­boga

Sigurður Pétursson, leikmaður Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta, þurfti að leita á náðir neyðarþjónustu tannlækna eftir leik liðsins við Álftanes í Forsetahöllinni á fimmtudagskvöldið. Hann var illa útleikinn eftir að hafa fengið olnboga á kjammann.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap­sár Jordan lögsækir NASCAR

Michael Jordan hefur lögsótt bandarísku aksturskeppnina NASCAR eftir langvinnar deilur. Lögsóknin er sögð geta haft sögulegar afleiðingar, og breytingar í för með sér.

Sport
Fréttamynd

Teitur í Ljóna­gryfjunni: „Eitt­hvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“

Ljóna­gryfjan. Í­þrótta­húsið sem hefur reynst Njarð­víkingum svo vel. Hefur verið form­lega kvatt með síðasta keppnis­leiknum í húsinu. Körfu­bolta­goð­sögnin Teitur Ör­lygs­son er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upp­lifað þar stórar gleði­stundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljóna­gryfjuna og segja frá sögu hennar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ljóna­gryfjan kvödd: „Hérna var sagan skrifuð“

Komið er að tímamótum í sögu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Ljónagryfjan sem hefur reynst gjöful í gegnum árin var formlega kvödd í gær og við tekur nýr kafli í nýju íþróttahúsi í Stapaskóla. Teitur Örlygsson, einn sigursælasti körfuboltamaður Íslands, hefur alist upp í Ljónagryfjunni. Upplifað þar stundir sem hann heldur nærri hjarta sínu.

Körfubolti
Fréttamynd

„Okkur fannst það skylda að klára með sigri“

Njaðvík tóku á móti Grindavík í kveðjuleik Ljónagryfjunnar þegar 1. umferð Bónus deildar kvenna hóf göngu sína. Það var ekki mikið sem benti til þess framan af að þetta yrði spennu leikur en annað kom á daginn þegar Njarðvík sigraði Grindavík 60-54.

Körfubolti
Fréttamynd

Taka inn nýjan mann eftir stutt stopp Franck í Þor­láks­höfn

Franski bakvörðurinn Franck Kamgain stoppaði stutt við í Þorlákshöfn eftir að hafa samið þar við lið Þórs fyrr í mánuðinum fyrir komandi tímabil í Bónus deild karla í körfubolta. Hann hefur verið látinn fara en Þórsarar hafa nú þegar tekið inn nýjan mann fyrir hann. 

Körfubolti