Körfubolti

Fréttamynd

Sara áberandi í stórsigri Phoenix

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur í Phoenix Constanta unnu afar öruggan sigur gegn Olimpia Brasov í rúmensku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 93-60.

Sport
Fréttamynd

„Asna­legt að Kyri­e megi vera í salnum en ekki að spila“

Farið verður yfir viðtal Kevins Durant eftir sigur Brooklyn Nets á New York Knicks í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þar ræddi Durant þá undarlegu reglugerð sem gerir það að verkum að Kyrie Irving gat setið í stúkunni og horft á leikinn en mátti ekki taka þátt í honum.

Körfubolti
Fréttamynd

Reifst við Embi­id og lét 76ers heyra það

Kevin Durant er margslunginn körfuboltamaður sem og einstaklingur. Hann hrósaði Joel Embiid, leikmanni Philadelphia 76ers í hástert nýverið en lét svo lið hans heyra það eftir öruggan 29 stiga sigur Brooklyn Nets á 76ers nú fyrir skömmu.

Körfubolti
Fréttamynd

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar vann stórsigur í Íslendingaslag | Tryggvi og félagar töpuðu

Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Antwerp Giants unnu 32 stiga stórsigur gegn Þóri Þorbjarnarsyni og félögum hans í Zwolle í belgísku deildinni í körfubolta í kvöld, 102-70. Þá þurftu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza að sætta sig við tíu stiga tap gegn Gran Canaria á Spáni, 86-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór­feng­legur LeBron setti met er Lakers vann loks leik

Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár

Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­lýsing til Körfu­knatt­leiks­sam­bands Ís­lands (KKÍ)

„KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug“ er fyrirsögnin þar sem yfirlýsing stjórnar KKÍ var birt og þeir árétta ásakanirnar. Það fyrsta sem þeir árétta er að árið 2009 hafi þjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta verið sagt upp vegna trúnaðarbrests og með því halda þeir áfram þöggunartilburðum.

Skoðun
Fréttamynd

FIBA bannar Rússum keppni og Ísland gæti komist á HM

Alþjóða körfuknattleikssambandið, FIBA, hefur ákveðið að banna Rússneskum landsliðum og dómurum að taka þátt í mótum á vegum sambandsins um óákveðinn tíma vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar eru með Íslendingum í riðli í undankeppni HM karla.

Körfubolti
Fréttamynd

Sverrir Þór tekur við Grinda­vík

Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Körfubolti