Körfubolti

Fréttamynd

„Ósáttur með dómarana undir lokin“

KR tapaði með þremur stigum gegn Val 81-78. Þetta var frestaður leikur frá því fyrir áramót og var Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, svekktur með hvernig dómararnir leystu það þegar KR reyndi að brjóta undir lok leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

Við vissum að við myndum geta skorað auðveldlega

Breiðablik náði að fylgja stór sigrinum á KR eftir með því að leggja Tindastól á heimavelli fyrr í kvöld í leik sem var hluti af 14. umferð Subway deildar karla. Blikar náðu að spila sinn leik og unnu 107-98 sigur sem að kemur þeim enn nær því að komast í úrslitakeppnina. 

Körfubolti
Fréttamynd

Nets opið fyrir því að skipta á Hard­en og Simmons

Svo virðist sem vítisdvöl Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers sé senn á enda en það virðist sem Brooklyn Nets sé tilbúið að skipta á James Harden og Simmons sem hefur ekki enn spilað á þessari leiktíð vegna ósættis við stjórn 76ers-liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennu­ham

Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór aftur í KR-treyjuna

Það kann að vekja nostalgíugleði í hjörtum KR-inga að Jón Arnór Stefánsson, einn albesti körfuknattleikmaður Íslands frá upphafi, hafi í dag fengið félagaskipti frá Val yfir í KR.

Körfubolti
Fréttamynd

Þægi­legt hjá Valencia

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu mjög þægilegan sigur á Gran Canaria í ACB-deildinni í körfubolta, lokatölur 91-62.

Körfubolti
Fréttamynd

Sara skoraði 13 í stóru tapi

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur hennar í Phoenix Constanta máttu þola sitt fyrsta tap í rúman mánuð er liðið tók á móti Sepsi í rúmensku deildinni í körfubolta í dag, 83-64.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel Nikulásson látinn

Axel Nikulásson, fyrrverandi körfuboltakappi og starfsmaður utanríkisráðuneytisins er látinn, 59 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Valencia kom til baka og landaði sigri í Grikk­landi

Martin Hermannsson og félagar í Valencia komu til baka gegn Promitheas í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Valencia var fimm stigum undir fyrir síðasta fjórðung en sneri taflinu sér í hag og vann leikinn með þriggja stiga mun, 71-68.

Körfubolti
Fréttamynd

Durant meiddur enn á ný

Kevin Durant, einn albesti körfuboltamaður síðari ára, meiddist í nótt og er óttast að hann gæti verð frá í dágóðan tíma. Hann fékk högg á hnéð er liðsfélagi hans lenti illa á honum. Atvikið má sjá í fréttinni.

Körfubolti